Stólarnir tóku fyrsta sigurinn í einvíginu gegn Keflvíkingum
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir, Lokað efni
02.04.2025
kl. 23.59

Drungilas reyndist Keflvíkingum erfiður í kvöld. Hér sækir hann grimmt að körfu gestanna. MYND: SIGURÐUR INGI
Það reyndist raunin, líkt og Feykir hafði bent á í morgun, að Keflvíkingar voru sýnd veiði en ekki gefin. Þeir mættu brattir til leiks í Síkinu í kvöld í fyrstu rimmu deildarmeistara Tindastóls og Suðurnesjapiltanna í einvígi liðanna í átta liða úrslitum Bónus deildar karla. Eftir sveiflukenndan leik þá var það loks í blálokin sem Stólarnir tryggðu sér sigurinn eftir að gestirnir höfðu leitt með fjórum stigum í hálfleik. Lokatölu 94-87 og næst liggur leiðin í Keflavíkina.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.