Graflaxsósa og ljúffengt lambakjöt
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla, Í matinn er þetta helst
04.05.2019
kl. 15.17
Matgæðingarnir í 17. tbl. ársins 2017 voru þau Þórunn Helga Þorvaldsdóttir og Jóhann Böðvarsson á Akurbrekku í Hrútafirði. Þau eru sauðfjárbændur og eru með um 550 kindur. Þórunn er aðstoðarleikskólastjóri á leikskólanum Ásgarði á Hvammstanga en Jóhann er vélvirki og vinnur við pípulagningar. Börnin eru þrjú. „Eins og gefur að skilja er lambakjöt mikið á borðum á okkar heimili,“ segir Þórunn, „og þá er nú eins gott að láta hugmyndaflugið njóta sín í fjölbreytileikanum. Mig langar að gefa lesendum Feykis uppskrift af lambakjöti í marineringu sem er mikið notuð í minni fjölskyldu. Hægt er í raun að nota hvaða hluta af lambinu sem er en aðallega hefur lærið verið notað og þá oftast úrbeinað í væna bita og grillað.“
Meira