Nýtt listaverk á Skagaströnd
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla, Lokað efni
04.04.2025
kl. 09.58

Hér sjáið þið fallegu tunnuna sem Gígja Heiðrún skapaði. Það er Gígja Heiðrún sem heldur á tunnunni og Alexandra Jóhannesdóttir, sveitarstjóri, sem heldur á Olla sæta. Mynd tekin af Facebook-síðu Skagastrandar.
Feykir sagði frá því um miðjan febrúar að nokkur ný ruslatunnulistaverk hafi bæst í safnið á Skagaströnd en þá var búið að mála á þrjár nýja tunnur, hver öðrum glæsilegri. Listamaðurinn sem á heiðurinn af tunnumálverkunum er Gígja Heiðrún Óskarsdóttir og nú er hún aftur á ferðinni því á dögunum bættist við ein ný tunna eftir Gígju.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.