Annað skiptið sem safninu hlotnast þessi viðurkenning
feykir.is
Skagafjörður, Lokað efni
04.04.2025
kl. 12.04

Framkvæmdastjóri CIE tours, Stephen Cotter, og Ylfa Leifsdóttir, verkefnastjóri miðlunar, við móttöku viðurkenningarinnar.
Á dögunum hlaut Byggðasafn Skagfirðinga viðurkenningu frá CIE Tours vegna ánægju gesta með heimsókn á safnið. CIE Tours er Írskt ferðaþjónustufyrirtæki sem var stofnað árið 1932 en fyrirtækið skipuleggur og heldur utan um ferðir í Evrópu. Í tilkynningunni segir að 2024 hafi verið annað árið í röð sem hópar frá þessu fyrirtæki sóttu safnið heim og þetta er jafnframt í annað skiptið sem safninu hlotnast þessi viðurkenning.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.