Mannlíf

Viðamikil skemmtidagskrá á Landsmóti í sumar

Það verða ekki bara landsins bestu hestar sem munu skemmta gestum Landsmóts hestamanna á Hólum næsta sumar. Tónlist og söngur mun skipa stórt hlutverk eins og viðeigandi er í Skagafirði og sérstök áhersla verður á skemmtilega dagskrá fyrir börn og ungmenni.
Meira

„Ég vil fara upp í sveit“

Rökkurkórinn hefur frá áramótum æft skemmtilega söngdagskrá í tali og tónum sem ber yfirskriftina „Ég vil fara upp í sveit.“ Þema dagskrárinnar eru þekkt dægurlög frá seinni hluta síðustu aldar, tengda saman með texta sem helgaður er hinni einu sönnu, íslensku sveitarómantík.
Meira

Nýtt lag með Gillon

Um miðjan apríl kemur út platan Gillon, en hún er nefnd eftir flytjandanafni Gísla Þórs Ólafssonar og jafnframt hans 4. sólóplata. Meðfylgjandi er lagið My Special Mine, en það er eina enska lagið á plötunni og eina enska lagið sem Gillon hefur gefið út.
Meira

„Geri núorðið bara það sem mér þykir skemmtilegt“

Ólafur B. Óskarsson er fæddur í Víðidalstungu í Víðidal vorið 1943, hefur búið þar alla tíð síðan og tók þar við búskap af foreldrum sínum fyrir 44 árum. Hann er kvæntur Brynhildi Gísladóttur og eiga þau þrjár dætur, Ragnheiði, Hallfríði Ósk og Sigríði.
Meira

Hvernig metum við hið ómetanlega?

Tveggja daga ráðstefna Guðbrandsstofnunar, í samstarfi við Bandalag íslenska listamanna, Listaháskóla Íslands, Þjóðminjasafnið og Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands hefst á Hólum í Hjaltadal kl. 16 í dag og stendur til kl. 16 á morgun. Á ráðstefnunni er lögð áhersla á gildi menningar.
Meira

Sýningin „Þetta reddast“ í Bílskúrsgallerýinu við Kvennaskólann

Listamenn marsmánaðar munu halda sýningu á verkum sínum, á morgun þriðjudaginn 29. mars, frá kl. 17:00 til 19:00. Sýningin ber nafnið „Þetta reddast“ og verður haldin í Bílskúrsgallerý (Lönguvitleysu) við Kvennaskólann á Blönduósi.
Meira

Lóuþrælar í Seltjarnarneskirkju

Karlakórinn Lóuþrælar halda tónleika í Seltjarnarnesskirkju, laugardaginn 2. apríl n.k. kl 14:00
Meira

Föstudagurinn langi: Fljótamót og fleira

Það er nóg um að vera á Norðurlandi vestra um Páskahelgina. Í dag, föstudag, er þar meðal annars að finna Fljótamót í skíðagöngu, guðþjónustur og lestur Passíusálma.
Meira

Skírdagur: Skíði og skemmtilegir viðburðir

Það er nóg um að vera á Norðurlandi vestra um páskahelgina. Í dag, skírdag, er þar meðal annars að finna opnun á skíðasvæðinu í Tindastól, tvær bíósýningar, Norðurhvelsmót í Fifa og guðþjónustur.
Meira

Verkefninu Boðið á býli hleypt af stokkunum

Þrjár konur sem starfa við búskap og ferðaþjónustu í fyrrum Lýtingsstaðahreppi í Skagafirði hafa ákveðið að sameina krafta sína og efla afþreyingarmöguleika á svæðinu með því að bjóða ferðamönnum heim á býli, en verkefnið heitir einmitt „Boðið á býli.“
Meira