Mannlíf

Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi hlotnast glæsilegur skautbúningur

Á fréttavef Austur Húnavatnssýslu kemur fram að á fimmtudaginn 23. júní, hafi Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi fengið til eignar glæsilegur skautbúningur/kyrtill.
Meira

Veiðisumarið í Fljótaá byrjar vel

Fljótaá í Skagafirði var opnuð í gærmorgun og á vef Morgunblaðsins segir frá því að þar hafi veiði byrjað vel því stórlaxi var landað strax í gærmorgun.
Meira

Frábær stemning á VSOT

Tónlistarveislan VSOT fór fram síðastliðinn föstudag í Félagsheimilinu Bifröst og vakti rífandi lukku. Þar stigu á stokk nokkrar rótgrónar hljómsveitir, flestar úr Skagafirðinum, í bland við ungt og efnilegt tónlistarfólk. Þá stigu ljóðskáld einnig á svið og lásu upp úr bókum sínum. Kynnir kvöldsins var Guðbrandur Ægir Ásbjörnsson.
Meira

Stefnir í ógleymanlega stund á Drangey Music Festival

Drangey Music Festival fer fram annað kvöld á Reykjum á Reykjaströnd. Samkvæmt Viggó Jónssyni, einum af skipuleggendum hátíðarinnar, hefur undirbúningurinn gengið stórvel, það sé allt að verða komið.
Meira

Sviðsframkoma endurvakin

Sviðsframkoma var endurvakin í Gúttó í gærkvöldi en tilefnið var útkoma ljóðbókarinnar „Rökkur“ eftir Skarphéðinn Ásbjörnsson.
Meira

Einhuga um að flytja starfsemi tónlistarskólans í húsnæði Árskóla

Fyrr í vikunni var greint frá því á feyki.is að Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Skagafjarðar hefði lagt til að færa tónlistarnám á Sauðárkróki inn í Árskóla frá og með skólaárinu 2016-2017. Byggðarráð samþykkti tillögu Fræðslunefndar á fundi sínum í gær.
Meira

Lummudagar settir í Árskóla kl. 18

Lummudagar verða settir með athöfn í á lóð Árskóla á Sauðárkróki kl. 18 í dag, nánar tiltekið í „U-inu“ eins og segir í auglýsingu í Sjónhorninu. Boðið verður upp á fiskisúpu, tónlist, hundasýningu og parkoursýningu.
Meira

Menningarsjóður KS úthlutar 28 styrkjum

Í gær, 22. júní, var úthlutað styrkjum úr Menningarsjóði KS. Að þessu sinni hlutu 28 aðilar styrki til ýmissa menningartengdra verkefna, sem flest tengjast Skagafirði eða nærsveitum. Það voru Þórólfur Gíslason kaupfélagsstjóri og Bjarni Maronsson stjórnarformaður KS sem önnuðust úthlutunina en þeir eru í stjórn Menningarsjóðsins, ásamt Ingu Valdísi Tómasdóttur, Efemíu Björnsdóttur og Einari Gíslasyni.
Meira

Sviðsframkoma í Gúttó endurvakin í kvöld

Í tilefni af útgáfu ljóðbókar Skarphéðins Ásbjörnssonar „Rökkur“, verður sviðsframkoma í Gúttó endurvakin og boðið upp á ljóð, tóna og myndlist í kvöld. Skarphéðinn mun lesa úr bókinni, Gillon mun flytja nokkur lög sem og Þórólfur Stefánsson gítarleikari sem gæla mun við klassíska strengi. Dagskrá hefst kl. 20:30 og stendur yfir í rúma klukkustund.
Meira

Frítt inn á Minjahúsið á Sauðárkróki í sumar

Byggðarráð Skagafjarðar samþykkti á dögunum tillögu atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar, þess efnis að aðgangur að Minjahúsi Byggðasafns Skagfirðinga á Sauðárkróki verði ókeypis í sumar.
Meira