Mannlíf

Kirkjukvöld í Sauðárkrókskirkju í kvöld

Kirkjukvöld í Sauðárkrókskirkju er árviss viðburður í Sæluviku Skagfirðinga og verður það í Sauðárkrókskirkju í kvöld, mánudagskvöldið 25. apríl kl. 20. Að vanda verður boðið upp á song, hljóðfæraleik og ræðuhöld.
Meira

„Ýmsar sögur segja má af Sæluvikum góðum“ - Sæluvika Skagfirðinga er hafin

Sæluvika Skagfirðinga var sett í blíðaskaparveðri í gær en athöfnin fór fram í Safnahúsinu á Sauðárkróki. Þá var opnuð glæsileg myndlistarsýning Hallrúnar Ásgrímsdóttur, tilkynnt úrslit í Vísnakeppni Safnahúss Skagfirðinga og opinberað hver hlyti fyrstu Samfélagsverðlaun Sveitarfélagsins Skagafjarðar, sem afhent verða í Sæluviku ár hvert framvegis. Nemendur úr Tónlistarskóla Skagafjarðar léku nokkur lög á milli ávarpa.
Meira

Sýning í Bílskúrs Galleríi á morgun

Hand / work, eða Handa vinna, er sýning listamanna sem dvelja í Kvennaskólanum á Blönduósi sem haldin verður í Bílskúrs Gallerí að Árbraut 31 Blönduósi á morgun, 26. apríl, frá kl. 17 - 19. Allir eru boðnir velkomnir.
Meira

Sæluvika Skagfirðinga sett í dag - Lista- og menningarhátíð 24.–30. apríl 2016

Sæluvika Skagfirðinga, lista- og menningarhátíð, hefst um helgina. Í Sæluviku verður boðið upp á fjölbreytta menningardagskrá víðs vegar um fjörðinn. Sæluvika Skagfirðinga er ein elsta menningarhátíð landsins og nær saga hennar allt aftur til ársins 1874 þegar svonefndar sýslunefndarvikur hófu göngu sína.
Meira

Myndlistarsýning Hallrúnar

Listasafn Skagfirðinga stendur fyrir myndlistarsýningu Hallrúnar Ásgrímsdóttur nema við Myndlistarskólann á Akureyri. Hallrún er frá Tumabrekku í Óslandshlíð.
Meira

Fullkomið brúðkaup frumsýnt í kvöld

Í Sæluviku sýnir Leikfélag Sauðárkróks gamanleikinn Fullkomið brúðkaup eftir Robin Hawdon. Þýðandi er Örn Árnason og leikstjóri er Guðbrandur Ægir Ásbjörnsson. Drepfyndinn og rómantískur gamanleikur, hraður, fullur af misskilningi, framhjáhöldum og ást.
Meira

Kiwanisklúbburinn Drangey afhendir reiðhjólahjálma

Í gær afhenti Kiwanisklúbburinn Drangey krökkum í 1. bekk grunnskólanna í Skagafirði reiðhjólahjálma. Fyrir afhendingu fór lögreglan yfir mikilvægi hjálmanotkunar og brýndi notkun hjálmanna fyrir börnum og fullorðnum.
Meira

Kvöldstund með Álftagerðisbræðrum

Álftagerðisbræður, ásamt góðum gestum, verða með tónleika í Miðgarði þann 28. maí. Ásamt hljómsveit verður spé- og söngfuglinn Örn Árnason þeim til fulltingis.
Meira

Kór eldri borgara söng með góðum gestum

Vorið er tími tónleika hjá hinum ýmsu kórum og sönghópum. Kór eldri borgara í Húnaþingi vestra er þar engin undantekning og hélt hann sína árlegu vortónleika í Nestúni á Hvammstanga í síðustu viku. „Það var margt um manninn á tónleikunum á efri hæðinni og gnótt veitinga fyrir tónleikagesti,“ segir í frétt á Norðanátt.is. Stjórnandi kórsins, Ólafur Einar Rúnarsson, hóf tónleikana með einsöng við undirleik Elinborgar Sigurgeirsdóttur. Kórinn söng svo við undirleik Elinborgar og síðar sungu Ólafur og Kristín Kristjánsdóttir einsöng með kórnum og sérlegir gestir tónleikanna brugðu sér í kórinn í lokalaginu. Nokkrir nemendur Ólafs í söng við Tónlistarskóla Húnaþings vestra sungu einsöng við undirleik Elinborgar. Það voru þau Friðrik Már Sigurðsson, Hallfríður Ósk Ólafsdóttir, Ingi Hjörtur Bjarnason og Skúli Einarsson.
Meira

Gillon með nýja plötu

Út er komin platan Gillon, en hún er fjórða sólóplata Gísla Þórs Ólafssonar og nefnd eftir flytjandanafni hans. Platan er poppaðri en tvær seinustu, að sögn Gísla Þórs. „Hljómur er áreynslulaus og flest lögin í ballöðustíl,“ sagði Gísli, í viðtali í Feyki sem kom út sl. miðvikudag, þegar hann var spurður nánar út í plötuna.
Meira