feykir.is
Vestur-Húnavatnssýsla, Mannlíf
22.04.2016
kl. 11.18
Vorið er tími tónleika hjá hinum ýmsu kórum og sönghópum. Kór eldri borgara í Húnaþingi vestra er þar engin undantekning og hélt hann sína árlegu vortónleika í Nestúni á Hvammstanga í síðustu viku. „Það var margt um manninn á tónleikunum á efri hæðinni og gnótt veitinga fyrir tónleikagesti,“ segir í frétt á Norðanátt.is.
Stjórnandi kórsins, Ólafur Einar Rúnarsson, hóf tónleikana með einsöng við undirleik Elinborgar Sigurgeirsdóttur. Kórinn söng svo við undirleik Elinborgar og síðar sungu Ólafur og Kristín Kristjánsdóttir einsöng með kórnum og sérlegir gestir tónleikanna brugðu sér í kórinn í lokalaginu.
Nokkrir nemendur Ólafs í söng við Tónlistarskóla Húnaþings vestra sungu einsöng við undirleik Elinborgar. Það voru þau Friðrik Már Sigurðsson, Hallfríður Ósk Ólafsdóttir, Ingi Hjörtur Bjarnason og Skúli Einarsson.
Meira