Mannlíf

Húnavöku dreift inn á hvert heimili

Ungmennasamband Austur-Húnvetninga hefur árlega staðið að útgáfu héraðsritsins Húnavöku síðan 1961. „Ritið er vettvangur húnvetnskrar sögu og menningar sem við höfum verið mjög stolt af,“ segir í tilkynningu frá USAH á vefnum Húnahornið.
Meira

Aðalfundur Leikfélagsins færist í Jarlsstofu

Aðalfundur Leikfélags Sauðárkróks verður haldinn í kvöld, miðvikudagskvöldið 8. júní, kl 20:00. Fundarstaður hefur verið færður til og verður fundurinn í Jarlsstofu á neðstu hæð Hótel Tindastóls, en ekki á Kaffi Krók eins og auglýst hafði verið.
Meira

Prjónagleði á Blönduósi dagana 10. - 12. júní

Textílsetur Íslands og samstarfsaðilar munu standa fyrir hátíðinni ,,Prjónagleði” helgina 10. - 12. júní 2016 í Íþróttamiðstöðinni á Blönduósi. Prjónagleði hefur það að markmiði að sameina reynda kennara og áhugasamt prjónafólk frá Íslandi sem og erlendis frá til að deila og miðla reynslu, læra eitthvað nýtt og hafa gaman.
Meira

Gönguferð í Þórðarhöfða og glæsileg myndlistarsýning

Gönguferð í Þórðarhöfða og glæsileg myndlistarsýning eru meðal viðburða á Jónsmessuhátíð á Hofsósi síðar í þessum mánuði. Hátíðin hefst að þessu sinni á fimmtudegi, 16. Júní, með opnun myndlistarsýningar Hallrúnar Ásgrímsdóttur frá Tumabrekku. Hallrún var með sýna fyrstu einkasýningu í Sæluviku í Skagafirði í vor og vakti hún verðskuldaða athygli.
Meira

Fyrirlestur um sögu lopapeysunnar

Á sunnudaginn kemur, 5. júní kl. 14:00 mun Ásdís Jóelsdóttir, lektor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, flytja fyrirlestur í Heimilisiðnaðarsafninu á Blönduósi sem hún nefnir „Saga lopapeysunnar“.
Meira

Leynigestur á barmi heimsfrægðar á Sumartónleikum Menningarfélags Húnaþings vestra

Menningarfélag Húnaþings vestra var formlega stofnað í desember síðastliðnum með það að markmiði að hlúa að hverskyns menningarstarfsemi í héraðinu, skapa umgjörð fyrir fólk til að iðka menningarstarf og að skipuleggja viðburði. Á morgun, laugardaginn 4. júní, verður fyrsti viðburðurinn á vegum félagsins haldinn, Sumartónleikar Menningarfélags Húnaþings vestra, sem fer fram í Sjávarborg á Hvammstanga og verða fjáröflunartónleikar til að renna stoðum undir starfsemi félagsins.
Meira

Bjórhátíðin á Hólum á laugardaginn

Hin árlega Bjórhátíð verður haldin í sjötta sinn að Hólum í Hjaltadal næstkomandi laugardag. Eins og áður munu íslenskir bjórframleiðendur mæta og kynna sínar vörur, nýjungar á bjórmarkaðnum og svo vonandi hvað er væntanlegt.
Meira

Anna Þóra sýnir Vinjar

Á sunnudaginn var opnuð árleg sumarsýning í Heimilisiðnaðarsafninu á Blönduósi, að viðstöddu fjölmenni. Að þessu sinni er það Anna Þóra Karlsdóttir úr Reykjavík sem sýnir í safninu.
Meira

Nína og Beebee mæta á Drangey Music Festival

Þá er tæpur mánuður í tónlistarhátíð sumarsins á Norðurlandi, Drangey Music Festival - þar sem vegurinn endar, sem verður haldin í annað sinn laugardagskvöldið 25. júní nk. Ný tónlistaratriði hafa bæst við dagskránna en Stebbi og Eyfi og Beebee and the bluebirds ætla að stíga á svið hátíðarinnar, auk strákanna í Úlfur Úlfur, Retro Stefson og Sverri Bergmann.
Meira

Rave-próflokaball með DJ Heiðari Austmann

Próflokaball verður haldið í Félagsheimilinu Blönduósi laugardaginn 4. júní og mun DJ Heiðar Austmann sjá um að þeyta skífum. Á ballinu verður Rave þema; UV blacklight, rosalegt ljósashow, glow sticks og Neon litir. Mælst er til þess að allir mæti í hvítum fötum.
Meira