Króksarinn Kristján Gísla í Globen

Eurovision hópurinn, Kristján er annar frá vinstri.
Eurovision hópurinn, Kristján er annar frá vinstri.

Króksarinn Kristján Gíslason er meðal bakraddasöngvara hjá Gretu Salóme þegar Ísland keppir í fyrri undanúrslitum í kvöld. Keppnin fer fram í Globen í Stokkhólmi. Kristján er að taka þátt í Eurovision í fjórða sinn, en árið 2001 flutti hann lagið Angel í keppninni. Þetta er í þriðja sinn sem hann tekur þátt sem bakraddasöngvari.

„Það virðist vera komin ákveðin rútína í þetta hjá mér. Allavega hvað bakraddirnar varðar. Þetta virðist gerast á þriggja ára fresti og þá bara til Norðurlandanna,“ segir Kristján meðal annars í skemmtilegu spjalli sem birtist á heimasíðu Skagfirðingafélagsins fyrr í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir