„Það er einhver tilgangur með að ég fékk þetta verkefni“
Bylgja Finnsdóttir er búsett í Laufkoti í Hjaltadal í Skagafirði. Hún var innan við þrettán ára þegar fyrstu einkenni sjúkdómsins endómetríósu gerðu vart við sig og síðar bættust við sjálfsofnæmissjúkdómarnir blettaskalli og vanvirkur skjaldkirtill.
Þrátt fyrir þetta hefur Bylgja lokið stúdentsprófi og mastersnámi í menntunarfræðum, flutt hús á milli landshluta, gift sig, eignast þrjú börn, stundað búskap og kennslu. Hún tekst á við veikindin af æðruleysi, segist vera þrjósk og ekki vilja láta vorkenna sér. Hins vegar vill hún segja sögu sína í þeirri von að það hjálpi öðrum, enda trúir hún að það sé einhver tilgangur með að henni var fengið þetta verkefni.
„Ég vil tengja þetta endómetríósunni. Skjaldkirtilsvanvirkni og blettaskalli eru sjálfsofnæmissjúkdómar og telja sumir læknar að endómetríósan sé það líka, meðan aðrir halda því fram að hennar vegna séu meiri líkur á að þróa með sér sjálfofnæmissjúkdóma. Það er algengt að ef þú ert með einn þá fáirðu annan líka. Þarna var ég hugsanlega kominn með þann þriðja. Ég tengi þetta allt í einn pakka,“ segir Bylgja meðal annars í opnuviðtali í nýjasta tölublaði Feykis sem kom út í gær.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.