Mannlíf

Svo flaug hún eins og fiðrildi...

Það var sannkölluð sumarstemmning og ljómandi góð mæting á tónleika Skagfirska kammerkórsins í Menningarhúsinu Miðgarði í gærkvöldi, en tónleikarnir báru yfirskriftina „Svo flaug hún eins og fiðrildi...“ Voru tónleikarnir lokapunkturinn á vetrarstarfi kórsins, sem um síðustu helgi fór í tónleikaferðalag um Vesturland.
Meira

Sumri fagnað í Húnaveri í kvöld

Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps stendur fyrir sumarfagnaði í Húnaveri í kvöld. Boðið verður upp á söng, kveðskap og dans. Gestakór verður Karlakórinn Söngbræður af Vesturlandi.
Meira

Sextán luku íslenskunámi á Hvammstanga

Nú á vorönn hefur Farskólinn – Miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra staðið fyrir tveimur íslenskunámskeiðum á Hvammstanga. Annað námskeiðið var fyrir byrjendur,, íslenska fyrir útlendinga 1, þar sem sex nemendur stunduðu nám. Hitt var fyrir lengra komna, íslenska fyrir útlendinga 3, þar sem tíu nemendur luku námi.
Meira

35 ára afmælisblað Feykis

Þann 10. apríl síðastliðinn voru liðin 35 ár síðan fyrsta tölublað Feykis leit dagsins ljós. Í tilefni þessa hefur nú verið gefið út sérstakt afmælisblað sem dreift er frítt til allra íbúa á Norðurlandi vestra, auk þess sem það er aðgengilegt hér á vefnum.
Meira

Hamborgarar rjúka út á Hard Wok til styrktar Ívari Elí og fjölskyldu

Það er allt á fullu á veitingastaðnum Hard Wok á Sauðárkróki um þessar mundir við að afgreiða hamborgarapantanir til styrktar Ívari Elí Sigurjónssonar, fimm ára Króksara sem glímir við flogaveiki. „Pantanir eru að hrannast inn og við erum að afgreiða 40 hamborgara núna í hádeginu, sem ýmist verður sent eða sótt,“ sagði Árni Björn Björnsson eignandi veitingastaðarins í samtali við Feyki.
Meira

Retro Stefson, Úlfur Úlfur og Sverrir Bergmann á Drangey Music Festival

Tónlistarhátíðin Drangey Music Festival, þar sem vegurinn endar, verður haldin í annað sinn laugardagskvöldið 25. júní næstkomandi. Þetta árið verða það Retro Stefson, Sverrir Bergmann og hljómsveit og Úlfur Úlfur sem munu eiga sviðið, ásamt úrvali heimafólks og fleiri atriða sem kynnt verða síðar.
Meira

Lóuþrælar með vortónleika á Hvammstanga og Blönduósi

Framundan eru vortónleikar Karlakórsins Lóuþræla í Húnaþing vestra, en þeir verða í Félagsheimilinu á Hvammstanga laugardagskvöldið 23. apríl kl. 21 og einnig verður söngdagskrá í Blönduóskirkju þriðjudagskvöldið 26 apríl kl. 21.
Meira

Hlaupa til styrktar Ívari Elí

Nemendur 7. og 8. bekkjar í Varmahlíðarskóla ætla að hlaupa áheitahlaup til styrktar Ívar Elí Sigurjónssyni, ungum dreng á Sauðárkróki, sem berst við flogaveiki og þarf á næstunni að fara erlendis til lækninga.
Meira

Skagfirski kammerkórinn með vortónleika á sumardaginn fyrsta

Vortónleikar Skagfirska Kammerkórsins verða í Menningarhúsinu Miðgarði næstkomandi fimmtudag, sumardaginn fyrsta, og hefjast þeir klukkan 20:30. Kórinn er nýkomin úr ferð um Vesturland, þar sem haldnir voru þrennir tónleikar, og er meðfylgjandi mynd tekin í ferðinni.
Meira

Handbendi - Brúðuleikhúsi hleypt af stokkunum á Hvammstanga

Handbendi er leikfélag sem framleiðir brúðuleikhússýningar, auk hefðbundins leikhúss, og hefur bækistöðvar sínar á Hvammstanga. Leikhúsið mun framleiða nýjar sýningar, ætlaðar til leikferða um Ísland og heim allan; mun halda vinnusmiðjur og fyrirlestra sem virtir sérfræðingar á sviði brúðuleikhúss munu leiða; og vinna með skólum og kennurum á Norðurlandi vestra.
Meira