Messuheimsókn úr Húnaþingi vestra
feykir.is
Skagafjörður, Ljósmyndavefur, Vestur-Húnavatnssýsla
19.11.2015
kl. 09.21
Sr. Magnús Magnússon, sóknarprestur á Hvammstanga, og sr. Sigríður Gunnarsdóttir, sóknarprestur á Sauðárkróki, fyrir utan Sauðárkrókskirkju sl. sunnudag. Myndir: Nanni.
Góðir gestir heimsóttu Sauðárkrókskirkju þegar messað var þar síðastliðinn sunnudag. Sr. Magnús Magnússon, sóknarprestur á Hvammstanga, predikaði og sr. Sigríður Gunnarsdóttir, sóknarprestur á Sauðárkróki, þjónaði fyrir altari.
Kirkjukórar Hvammstanga og Sauðárkróks sungu undir stjórn organistanna Pálínu Fanneyjar Skúladóttur og Rögnvaldar Valbergssonar. Fermingarbörn lásu ritningarlestra og boðið var upp á kaffi í safnaðarheimilinu eftir messuna. Að sögn sr. Sigríðar var messusókn ljómandi góð og dagurinn hinn ánægjulegasti.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.