Kiwanismenn í nýju húsnæði
feykir.is
Skagafjörður, Lokað efni
08.04.2025
kl. 09.40
Nýtt húsnæði undir starfsemi Kiwanisklúbbsins Drangey í Skagafirði var tekið í notkun á dögunum en þeir félagar festu kaup á neðri hæð að Aðalgötu 14, þar sem Blómabúðin var. Félagið hefur verið húsnæðislaust í talsverðan tíma og er því stórum áfanga náð með þessum kaupum. Félagarnir í klúbbnum eru núna 22 og hafa þeir unnið hörðum höndum sl. vikur við að standsetja og gera fínt innandyra ásamt því að merkja húsið að utan. Allt þetta náðist fyrir 800 fundinn sem haldinn var þann 26. mars sl. en félagið var stofnað árið 1978.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.