Heimismenn hafa aldrei verið fleiri
Meðlimir Karlakórsins Heimis hafa aldrei verið fleiri en þeir eru nú, 80 talsins að meðtöldum Stefáni R. Gíslasyni stjórnanda kórsins og Thomasi R. Higgerson undirleikara. Í haust eru nýir meðlimir kórsins 21, hluti af þeim er að koma aftur eftir hlé en aðrir ungir menn að syngja með kórnum í fyrsta sinn. „Við erum hreinlega rígmontnir af þessu. Þetta sýnir að það er gróska í þessu hjá okkur,“ sagði Gísli Árnason formaður kórsins í samtali við Feyki.
„Við urðum fyrir þeirri skemmtilegu reynslu að við lá að við hættum hafa tölu á því hverjir voru að koma inn nýir,“ hélt Gísli áfram. Stefán segir skýringuna á þessari miklu fjölgun ekki liggja fyrir. „Strákarnir þekkjast og sumir voru búnir að tala um þetta lengi. Einn þeirra minnti mig á það um daginn: „Manstu ekki eftir því,“ sagði hann, „ég talaði um þetta þegar ég byrjaði á flautu hjá þér þegar ég var 6 ára,“ sagði Stefán og hló.
Nánari umfjöllun um kórinn, auk þes sem rætt er við hina 15 ára gömlu Heimismenn Sæþór Má Hinriksson og Gísla Laufeyjar Höskuldsson , er að finna í Feyki vikunnar.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.