Úrslit leikja sl. helgi hjá yngri flokkum Tindastóls í körfubolta
Um síðustu helgi spiluðu nokkrir flokkar Unglingaráðs körfuknattleiksdeildar Tindastóls leiki eða 16 talsins og voru þrettán þeirra spilaðir í Síkinu.
7.fl. drengja fékk fjögur lið í heimsókn í 2. umferð Íslandsmótsins í Síkið og var mikið stuð, góð stemmning og strákarnir skemmtu sér konunglega. Úrslitin urðu eftirfarandi hjá okkar drengjum:
Tindastóll – Stjarnan 43 - 10
Tindastóll – Selfoss 41 - 21
Tindastóll – Afturelding 39 - 19
Tindastóll - KR 44 – 41
Gaman er að segja frá því að leikurinn á móti KR var úrslitaleikur en bæði liðin voru með 6 stig að loknum þrem leikjum. Unnu strákarnir okkar því alla sína leiki sem þýðir að þeir færast upp í B riðil í 3. umferð sem verður spiluð í lok janúar.
11.fl. drengja spilaði tvo leiki um helgina í Síkinu. Þeir fengu Val í heimsókn á laugardeginum og voru okkar strákar yfir 21- 13 eftir 1. leikhluta. Annar leikhluti var jafnari og var staðan 41- 30 í hálfleik. Í 3. leikhluta fór Valur að saxa á forskotið og var staðan fyrir síðasta leikhlutann 56 - 56. Í loka leikhlutanum náðu okkar strákar sér aftur á strik og voru lokatölur 74-65. Á sunnudeginum mættu þeir svo Selfoss B og gekk báðum liðum illa að hitta í körfuna og var staðan 0 - 0 eftir fjórar mínútur. Eftir það fór nánast allt ofan í hjá gestunum og var staðan 6 – 21 fyrir Selfoss eftir 1. leikhluta. Okkar strákum gekk betur að hitta í öðrum leikhluta og var staðan 27 - 44 í hálfleik. Í seinni hálfleik gekk allt upp hjá gestunum á meðan ekkert gekk upp hjá okkar strákum og var staðan 37 - 70 eftir 3. leikhluta. 4. leikhluti var svo bara formsatriði og vann Selfoss 51 - 96. Þess má geta að í 11.fl.drengja eru sjö strákar sem eru að spila upp fyrir sig (eru í 10 fl.) á meðan hin liðin eru með alla sína stráka á réttum aldri, okkar strákar eru því að fá gríðarlega reynslu í bankann.
Ungmennaflokkur karla mætti Haukum á sunnudeginum í Síkinu og var mikil barátta frá fyrstu mínútu og greinilegt að hvorugt liðið ætlaði að gefa eftir. Staðan 25 - 29 eftir 1. leikhluta. Áfram hélt baráttan í öðrum leikhluta og voru Haukarnir alltaf skrefi á undan og staðan 45 - 48 í hálfleik. Í seinni hálfleik skiptust liðin á að hafa forystu allt til loka þar sem okkar menn höfðu sigur 83 - 82 í sannkölluðum naglbýt.
7.fl. stúlkna átti þrjá leiki í Keflavík og töpuðust tveir leikir og einn vannst. Stelpurnar byrjuðu brösuglega, töpuðu gegn Keflavík b 6:29, annar leikurinn var jafnari en tapaðist á móti Þór Þ/Hamri 18:24 og svo kom sigurinn 29:16 á móti Fjölni. Flottar stelpur þar á ferð og spila næst í lok janúar.
Við viljum þakka öllum kærlega fyrir hjálpina um síðastliðna helgi og áhorfendum fyrir stuðninginn. Næstu helgi, 12. og 13. nóvember, verða spilaðir tólf leikir á höfuðborgasvæðinu. 2. umferð MB10 bæði hjá drengjum og stúlkum, Ungmennaflokkur karla á leik við Keflavík, bikarleikur hjá 10.fl. drengja á móti Haukum og 12.fl. drengja á bikarleik við ÍR. Gangi ykkur vel krakkar og áfram Tindastóll.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.