Helga Una kjörin Íþróttamaður USVH 2022

Helga Una Björnsdóttir á fullri ferð. MYND: ÓÐINN ÖRN JÓHANNSSON
Helga Una Björnsdóttir á fullri ferð. MYND: ÓÐINN ÖRN JÓHANNSSON

Helga Una Björnsdóttir, knapi frá Syðri-Reykjum í Húnaþingi vestra, hefur verið kjörin Íþróttamaður Ungmennasambands Vestur Húnvetninga árið 2022. Í frétt á vef USVH segir að Helga, sem býr á Selfossi, keppi í Meistaradeild Líflands sem er sterkasta innanhúss mótaröðin á Íslandi. Hún hefur verið í landsliðshóp Íslands í nokkur ár og var valin kynbótaknapi ársins 2022.

Eysteinn Tjörvi Kristinsson, hestamaður, varð annar í kjörinu og Dagbjört Dögg Karlsdóttir, körfuknattleikskona, hafnaði í þriðja sæti. Stjórn USVH óskar þeim til hamingju með frábæran árangur árið 2022.

Árangur Helgu Unu 2022:

Meistaradeildin
Gæðingafimi 7. sæti.
Slaktaumatölt 5. sæti.
1. sæti tölt T1 á Selfossi
2. sæti tölt T1 á Íslandsmóti
3. sæti fjórgangur V1 á Landsmóti
B úrslit í b flokki á landsmóti (endaði í 10. sæti.)
1. sæti á Norðurlandamótinu í A flokki gæðinga

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir