Eyfirðingar lögðu Stólana á Kjarnafæðismótinu
Karlalið Tindastóls spilaði í Kjarnafæðismótinu nú á laugardaginn og mætti sameinuðu liði Dalvíkur og Reynis Árskógsströnd. Leikið var í Boganum á Akureyri og var jafnt í hálfleik, bæði lið gerðu eitt mark. Í síðari hálfleik máttu Stólarnir sín lítils manni færri og töpuðu leiknum 4-1.
Fyrsta mark leiksins kom á 21. mínútu þegar Bjarki Már Árnason, enn eina ferðina í búningi Tindastóls, átti sannkallaðan flugskalla eftir aukaspyrnu utan af velli. Á 36. mínútu jafnaði Halldór Jóhannesson leikinn og þremur mínútum síðar fekk Domi að líta rauða spjaldið. Skömmu síðar fékk Donni þjálfari einnig að líta rauða spjaldið og Stólarnir því einum færri inni á vellinum og einum færri í liðsstjörninni.
Stólarnir héldu jöfnu þar til á 58. mínútu þegar Númi Kárason gerði annað mark Dalvíkur/Reynis. Hann bætti við þriðja markinu á 75. mínútu og tveimur míinútum síðar varð Sigurður Snær Ingason fyrir því óláni að skora í eigið mark.
Hann hafði komið inn á á 71. mínútu og annar ungur og efnilegur leikmaður, Viktor Smári Davíðsson, fæddur 2008, kom inn á þegar stundarfjórðungur var eftir og spiaði þar með sínar fyrstu mínútur fyrir meistaraflokk Tindastóls.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.