Hulda Þórey kölluð til æfinga með U16 landsliði Íslands

Hulda Þórey með boltann. AÐSEND MYND
Hulda Þórey með boltann. AÐSEND MYND

Hulda Þórey Halldórsdóttir úr Tindastóli hefur verið kölluð til æfinga með U-16 landsliði Íslands í knattspyrnu. Magnús Örn Helgason og Margrét Magnúsdóttir, landsliðsþjálfarar U16 kvenna, hafa nýverið tilkynnt hóp fyrir æfinglotu sem fram fer dagana 18.-20. janúar í Miðgarði í Garðabæ.

Hulda Þórey, sem spilaði með sameinuðu liði Tindastóls/Hvatar/Kormáks í 2. og 3. flokki sl. sumar, er frábær varnarmaður sem les leikinn vel og kemur boltanum vel í spil. Hulda er fædd 2007 og er núna á eldra ári í 3. flokki. Hún er búin að æfa og spila með meistaraflokki Tindastóls í vetur og staðið sig vel.

Það er nóg að knattspyrnuhæfileikum í fjölskyldu Huldu því systir hennar, Laufey Harpa, er nú enginn slugsi á vellinum og spilar nú með Breiðablik eftir frábæra frammistöðu með liði Tindastóls.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir