Íþróttir

„Ég segi topp sex, annað væri vonbrigði!“

„Sumarið leggst mjög vel í mig, við erum komnir með mjög sterka leikmenn til liðs við okkur en það mun taka tíma að spila okkur saman. Við þurfum að treysta á einstaklingsgæði í fyrstu leikjunum,“ segir Sigurður Bjarni Aadnegard, fyrirliði Kormáks/Hvatar. Húnvetningar hefja leik í 3. deildinni í knattspyrnu annað sumarið í röð í dag þegar þeir mæta liði ÍH í Skessunni í Hafnarfirði. Tólf lið munu slást í deildinni í sumar og á dögunum birti Fótbolti.net spá þjálfara deildarinnar og þar var liði Húnvetninga spáð níunda sæti.
Meira

Konni aðstoðarþjálfari hjá Donna og Stólastúlkum

Konráð Freyr Sigurðsson, Konni, hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari meistaraflokks kvenna. Fram kemur í frétt á síðu Tindastóls að Konni hefur verið í kringum liðið í nokkur ár og var í þjálfarateyminu þegar liðið spilaði síðast í efstu deild. Konni er mjög reynslumikill sem leikmaður og hefur fengið góða reynslu sem þjálfari.
Meira

Eva Rún mjög spennt fyrir sumrinu með U20

U20 landslið kvenna í körfubolta tekur þátt í tveimur mótum í sumar, fyrst Norðurlandamótinu í lok júní og Evrópumóti í lok júlí. Sautján stúlkur voru í gær valdar í leikmannahópinn íslenska og tvær þeirra hafa komið upp í gegnum unglingastarf Tindastóls. Það eru þær Eva Rún Dagsdóttir og Marín Lind Ágústsdóttir sem voru valdar í æfingahópinn en síðan verða 12 leikmenn valdir úr til að keppa á NM og EM. Þær sem ekki komast í lokahópinn verða þó áfram í æfingahópnum og klárar í slaginn ef upp koma meiðsli.
Meira

Rakel Sif og Ómar urðu aftur norskir meistarar

Feykir sagði frá því í fyrra að Króksarinn og fyrrum leikstjórnandi Tindastóls í körfunni, Ómar Sigmarsson, hefði gert liðið sem hann þjálfar í Noregi, Kjelsås, að norskum meisturum. Ekki var það til að skemma fyrir að dóttir hans og hinnar siglfirsku Báru Pálínu, Rakel Sif, spilar með liðinu. Þau gerðu sér lítið fyrir og endurtóku leikinn nú um helgina.
Meira

„Góður leikur af okkar hálfu,“ segir Donni þjálfari þrátt fyrir tap Stólastúlkna

„Eftir versta tímabil sitt í áratug mætir Breiðablik með glorhungrað og öflugt lið til leiks í sumar sem ætlar sér að komast aftur á toppinn í íslenskum fótbolta,“ segir í frétt íþróttadeildar Vísis og Stöðvar 2 Sports sem spáir liðinu 3. sæti Bestu deildar kvenna í sumar. Stólastúlkum er hins vegar spáð 9. sæti og þar með falli niður Lengjudeildina eftir sumarið. Liðið sýndi í gær að það er á annarri skoðun og mættar til að vera.
Meira

Fyrsti leikurinn að Hlíðarenda á laugardag

Þá er ljóst að Valsmenn verða andstæðingar Tindastóls í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta. Valsmenn gerðu sér lítið fyrir og snéru einvígi sínu við Þór Þorlákshöfn við eftir að hafa tapað fyrstu tveimur leikjunum. Meiðsli settu sannarlega strik í reikninginn hjá liðunum en Valsmenn voru án Acox til að byrja með en veikindi og meiðsli nokkurra lykilmanna Þórs urðu þeim erfið í síðustu leikjunum. Liðin spiluðu oddaleik að Hlíðarenda í gærkvöldi og Valsmenn unnu leikinn, 102-95.
Meira

Þrjár stúlkur frá júdódeild Tindastóls á Íslandsmeistaramóti JSÍ

Þann 29. apríl síðastliðinn fór fram Íslandsmeistaramót fyrir aldursflokkana 11 til 20 ára, sem haldið var hjá Ármanni í Reykjavík. Alls mættu 56 keppendur, 46 strákar og 10 stelpur, frá sjö félögum til leiks – þar af þrjár stelpur frá júdódeild Tindastóls.
Meira

Stólarnir áfram í úrslitarimmuna eftir ótrúlegan leik í Síkinu : UPPFÆRT

Lið Tindastóls og Njarðvíkur mættust í fjórða leiknum í undanúrslitaeinvígi liðanna í troðfullu Síki í kvöld. Einhverjir hafa kannski átt von á spennuleik eftir að Njarðvíkingar unnu öruggan sigur í síðasta leik en leikurinn varð aldrei spennandi. Stólarnir voru yfir frá fyrstu körfu og voru þegar 20 stigum yfir að loknum fyrsta leikhluta og voru búnir að skora 68 stig þegar fyrri hálfleik lauk. Þá voru Stólarnir búnir að gera helmingi fleiri stig en gestirnir og síðari hálfleikurinn bara til skrauts. Lokatölur 107-76.
Meira

Varmahlíðarskóli flaug í úrslit í Skólahreysti eftir allt

Það var heldur betur boðið upp á drama þegar Skólahreysti grunnskólanema hófst í gær. Keppt var í íþróttahöllinni á Akureyri og fjórir skólar af Norðurlandi vestra tóku þátt í fyrra úrtakinu sem hóf keppni klukkan fimm í gær í beinni útsendingu í Sjónvarpinu. Þar tóku fulltrúar Árskóla, Grunnskólans austan Vatna, Húnaskóla og Varmahlíðarskóla á honum stóra sínum. Þegar upp var staðið kom í ljós að Varmahlíðarskóli bar sigur úr býtum þrátt fyrir að Brúarásskóli á Egilsstöðum hafi verið kynntur sigurvegari í beinni.
Meira

Njarðvíkingar hnykluðu vöðvana í Ljónagryfjunni

Þriðji leikur í rimmu Njarðvíkur og Tindastóls fór fram í gær. Stólarnir voru 2-0 yfir í einvíginu og hefðu með sigri getað sópað Loga og félögum í sumarfrí en fengu í staðinn á baukinn. Njarðvíkingar höfðu tögl og haldir nánast frá fyrstu til síðustu mínútu en það var aðeins í upphafi annars leikhluta sem Stólarnir klóruðu í bakkann áður en heimamenn tóku yfir á ný. Lokatölur 109-78 og næsti leikur verður í Síkinu á laugardag.
Meira