Sex mörk og þrjú rauð spjöld í hasarleik í Hveró
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
26.08.2023
kl. 12.34
Tindastólsmenn héldu í Hveragerði í gær og það var engin aslöppunarferð. Þeirra biðu hungraðir Hamarsmenn sem kalla ekki allt ömmu sína í boltanum. Samkvæmt upplýsingum Feykis var leikurinn kaflaskiptur. Þegar upp var staðið voru það gestirnir sem tóku stigin með sér norður og halda því enn í vonina um sæti í 3. deild. Lokatölur voru 2-4.
Meira