Íþróttir

Sex mörk og þrjú rauð spjöld í hasarleik í Hveró

Tindastólsmenn héldu í Hveragerði í gær og það var engin aslöppunarferð. Þeirra biðu hungraðir Hamarsmenn sem kalla ekki allt ömmu sína í boltanum. Samkvæmt upplýsingum Feykis var leikurinn kaflaskiptur. Þegar upp var staðið voru það gestirnir sem tóku stigin með sér norður og halda því enn í vonina um sæti í 3. deild. Lokatölur voru 2-4.
Meira

Frítt á völlinn í boði VÍS þegar Stólastúlkur fá Þór/KA í heimsókn

Síðasta umferðin í deildarkeppni Bestu deildar kvenna fer fram á sunnudaginn. Lið Tindastóls á þá heimaleik gegn sameinuðu liði Þórs/KA en leikurinn hefst kl. 14:00. Ljóst er að Stólastúlkur munu leika í fjögurra liða úrslitakeppni um að forðast fall í Lengjudeildina og því skiptir hvert stig máli. Það er því gott framtak hjá VÍS að bjóða stuðningsfólki á leikinn.
Meira

Þungbær heimsókn Húnvetninga í Sandgerði

Toppliðin í 3. deildinni í knattspyrnu mættust á Brons-vellinum í Sandgerði í gær en þar var um að ræða lið heimamanna í Reyni og húnvetnsku gæðingana í liði Kormáks/Hvatar. Með sigri hefðu gestirnir jafnað Reynismenn að stigum á toppi deildarinnar en sú varð ekki raunin þó um hörkuleik hefði verið að ræða. Sandgerðingar höfðu betur, 3-2, eftir mikinn hasar þar sem tveir gestanna fengu að líta rauða spjaldið.
Meira

„Ekki hætta að reyna að toppa sjálfa ykkur“

Feykir sagði frá því í sumarbyrjun að margfaldi meistarinn okkar stóri, Sigurður Gunnar Þorsteinsson, hafi ákveðið að rifta samningi sínum við Íslandsmeistara Tindastóls í körfunni og leita á önnur mið. Ýmsir voru undrandi en sennilega má rekja ákvörðun kappans til þess að minna hafi verið að gera í vinnunni en hann bjóst við – mínútunum á parketinu hefur jú farið fækkandi. Nú í vikunni varð síðan ljóst að Sigurður Gunnar hefur ákveðið að snúa heim til Ísafjarðar og spila með liði Vestra í 2. deildinni.
Meira

Norðvesturúrvalið í góðum málum í 2. flokki kvenna

Það var spilaður fótbolti á Sauðárkróksvelli í gærkvöldi þegar Norðvesturúrvalið (Tindastóll Sauðárkróki, Kormákur Hvammstanga, Hvöt Blönduósi og Fram Skagaströnd) tók á móti liði Aftureldingar, toppliði B-riðils í 2. flokki kvenna. Lið NV stendur vel að vígi í riðlinum því það hefur tapað fæstum stigum liðanna en á eftir að spila nokkra frestaða leiki. Stelpurnar okkar höfðu talsverða yfirburði í leiknum sem þó var spennandi því þrátt fyrir mýmörg tækifæri gekk brösuglega að koma boltanum framhjá sprækum markverði gestanna. Lokatölur engu að síður 4-2 sigur.
Meira

Emese Vida aftur á Krókinn

Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur samið við Emese Vida um að leika áfram með kvennaliði Tindastóls. Hún stóð sig með ágætum síðasta vetur en þá skilaði hún 15,6 stigum að meðaltali og 15,9 fráköstum. Það má fastlega reikna með því að hún sé enn 190 sm á hæð en nú í september kemst hún á fertugsaldurinn.
Meira

Meistarabragur á meisturum Vals

Lið Íslandsmeistara Vals í knattspyrnu mætti á Sauðárkróksvöll í dag og spilaði við lið Tindastóls í Bestu deildinni. Það væri synd að segja að Stólastúlkur hafi nokkurn tíma stigið dans við lið Vals á jafnréttisgrundvelli en frammistaðan í dag var í raun bísna góð þrátt fyrir 0-3 tap. Lið Vals vann verðskuldað en heimaliðið gaf hvergi eftir og er örugglega ósátt við mörkin sem það fékk á sig, þau virtust flest frekar ódýr.Meistar
Meira

Kórdrengirnir í Kára teknir til bæna á Blönduósi

Það var brjálað stuð á Blönduósi í dag þegar Kormákur/Hvöt tók á móti kórdrengjunum í Kára af Akranesi. Liðin mættust fyrr í sumar í miklum hasarleik og ekki vantaði hasarinn í dag. Gestirnir voru 0-2 yfir í hálfleik en heimamenn komu í vígamóð til leiks í þeim síðari og skoruðu þá fjögur mörk og unnu leikinn því 4-2. Heldur betur stór sigur og Húnvetningar sitja sem fastast í öðru sæti 3. deildar en öll fjögur toppliðin unnu sína leiki í dag og spennan því áfram mikil.
Meira

„Hefði ekki getað hugsað mér betra sumarfrí“

„Það voru rúmlega þúsund skráðir þátttakendur og það má áætla að það hafi verið um 6000 manns á svæðinu um [verslunarmanna]helgina,“ segir Pálína Ósk Hraundal, verkefnastjóri Unglingalandsmóts UMFÍ sem fram fór á Sauðárkróki um verslunarhelgina, en mótið tókst með eindæmum vel og spiluðu margir þættir þar inn.
Meira

Stólarnir höfðu yfirburði gegn Hlíðarendapiltum

Lið Tindastóls tók á móti Hlíðarendapiltum í kvöld á Sauðárkróksvelli í 15. umferð 4. deildar. Stólarnir voru í fjórða sæti deildarinnar með 24 stig fyrir leik en lið KH í sjötta sæti með 20 stig. Ekki var það að sjá á spilamennsku liðanna að þau væru á svipuðum slóðum í deildinni því yfirburðir Tindastóls voru talsverðir og úrslit leiksins, 4-0, fyllilega verðskulduð.
Meira