Íþróttir

Skagfirskir Blikar hampa Íslandsmeistaratitli

Karfan.is segir frá því að Breiðablik varð um helgina Íslandsmeistari í minnibolta 11 ára drengja eftir úrslitamót í Glerárskóla á Akureyri. Það sem vakti athygli Feykis var að í liðinu voru þrír kappar sem allir eiga foreldra frá Sauðárkróki sem er auðvitað frábært. Strákarnir sem um ræðir eru Rúnar Magni, Sölvi Hrafn og Axel Kári og óskar Feykir þeim til hamingju með árangurinn.
Meira

Miðar á leik Vals og Tindastóls tættust út

„Miðarnir hreinlega tættust út – bæði miðar gestaliðsins og okkar miðar. Þessi rimma er þannig að allir og ömmur þeirra vilja vera á svæðinu,“ sagði Valsarinn Grímur Atlason þegar Feykir spurði hvernig hefði gengið að selja miða á leikinn sem hefst í Origo-höllinni kl. 19:15 í kvöld. Raunar hafði Feykir hlerað að miðar Stólanna hefðu klárast á tveimur mínútum og því betra að gleyma sér ekki við uppvaskið eða önnur nauðsynjaverk þegar miðarnir í úrslitaeinvíginu fara í sölu.
Meira

Stólunum spáð fjórða sætinu í 4. deild

Knattspyrnutæknar í 4. deildinni hefja leik í kvöld en lið Tindastóls á heimaleik á laugardag þegar Uppsveitir mæta í heimasókn. ÍBU Uppsveitir á ættir að rekja til Árnessýslu en liðið var sett á laggirnar haustið 2019. Liðunum var spáð svipuðu gengi í spá þjálfara deildarinnar á Fótbolti.net og má því búast við hörkuleik. Leikurinn hefst kl. 15:00 og er spáð skaplegu veðri.
Meira

Stólastúlkur mæta liði Selfoss í Mjólkinni

Dregið var í 16 liða úrslit í Mjólkurbikar kvenna fyrr í vikunni. Það voru þær Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, og Ásta B. Gunnlaugadóttir sem höfðu veg og vanda að því að draga rétt og það tókst með ágætum því lið Tindastóls fékk heimaleik. Andstæðingurinn reyndar annað lið úr Bestu deildinni en Stólastúlkur taka á móti liði Selfoss laugardaginn 28. maí á Sauðárkróksvelli. Þá dróst lið Fram, sem Óskar Smári þjálfar, gegn liði Breiðabliks.
Meira

Lautarferð er það ekki

Tindastólsmenn tóku á móti liði Vals í gærkvöldi í öðrum leik liðanna í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn. Heimamenn vonuðust eftir að geta hert takið á bikarnum og fylgt eftir sigri í fyrsta leiknum með góðum leik og sigri en þegar til kom þá komu Valsmenn mun ákveðnari til leiks og nánast héldu uppteknum hætti frá síðustu fimm mínútum fyrsta leiksins þar sem allt fór niður hjá þeim. Það bara dugði ekki til þá. Lokatölur í gær voru 87-100.
Meira

Leikur í kvöld og Drungilas með

Ótrúlegasta fólk í Skagafirði dregur andann nú varlega vegna spennu yfir úrslitaeinvígi Tindastóls og Vals í Subway-deildinni í körfuknattleik. Annar leikur liðanna er í Síkinu í kvöld og verður vafalítið mikið um dýrðir; partýtjaldið opnað klukkan fjögur og þangað mæta megastjörnur á borð við Helga Sæmund, Audda Blö og Steinda Jr. Ef einhver hefur pláss fyrir hammara og lindarvatn þá er hægt að redda því því grillið verður sjóðandi heitt löngu fyrir leik sem hefst kl. 19:15.
Meira

Byggðarráð Skagafjarðar hvetur KSÍ og ÍTF til að gæta að jafnræði kynjanna í fótboltanum

Byggðarráð Skagafjarðar skorar á formann og stjórn KSÍ að grípa til markvissra og tafarlausra aðgerða til að koma í veg fyrir mismunun á milli karla og kvenna sem iðka knattspyrnu og spila í deildakeppni hér á landi.
Meira

Tindastóll og FH deildu stigunum

Lið Tindastóls og FH mættust í þriðju umferð Bestu deildar kvenna á Króknum í dag en þau unnu sér bæði sæti í Bestu deildinni síðasta haust. Lið gestanna var stigalaust eftir töp gegn Þrótti og Val en lið Tindastóls hafði eitt stig eftir jafntefli gegn Keflavík og tap gegn Blikum. Það var því mikilvægt fyrir bæði lið að næla í stigin sem í boði voru en eftir mikla baráttu og fjörugan leik þá fór svo að liðin skiptu stigunum á milli sín. Lokatölur 1-1.
Meira

Risastór eins stigs sigur á Hlíðarenda

Lið Vals og Tindastóls mættust í kvöld á troðfullum Hlíðarenda í fyrsta leik liðanna í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn. Þrátt fyrir að Valsmenn séu ríkjandi Íslandsmeistarar, bikarmeistarar og deildarmeistarar virðast flestir spá Stólunum sigri í rimmunni en lið Tindastóls hefur verið sannfærandi og kraftmikið það sem af er úrslitakeppninnar á meðan Valsvélin hefur hikstað. Stólarnir voru sterkara liðið lengstum í kvöld og virtust ætla að sigla heim öruggum sigri, voru 19 stigum yfir þegar fimm mínútur voru eftir, en þá sýndu Valsmenn af hverju þeir eru meistarar og nöguðu muninn niður í þrjú stig þegar hálf mínúta var eftir. Keyshawn sýndi stáltaugar á vítalínunni í lokin og eftir að stuðningsmenn Stólanna höfðu haldið niðri í sér andanum í um tíu mínútur þá gátu þeir að lokum fagnað eins stigs sigri. Lokatölur 82-83 fyrir Tindastól.
Meira

Sigur í fyrsta leik hjá Kormáki/Hvöt

Lið Kormáks/Hvatar spilaði fyrsta leik sinn í 3. deildinni í dag en þá heimsóttu Húnvetningar lið ÍH í Skessuhöll Hafnfirðinga. Báðum liðum var spáð einu af fjórum neðstu sætum deildarinnar og því gott veganesti inn í sumarið að næla í sigur. Það tókst lið Kormáks/Hvatar en lokatölur urðu 1-2 og þrjú stig því kominn í sarpinn.
Meira