Skagfirðingabraut lokuð að hluta um helgina og opnunartímar sundlauga
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
01.08.2023
kl. 09.46
Vegna Unglingalandsmóts UMFÍ sem fram fer um helgina verður Skagfirðingabraut að hluta til lokuð frá Öldustíg að innkeyrslu við bílastæði Árskóla, föstudag, laugardag og sunnudag, 4.-6. ágúst, milli kl 8:00 og 18:00.
Einnig er vakin athygli á breyttum opnunartíma í Sundlaug Sauðárkróks á laugardegi og sunnudegi. Keppt verður í sundi á laugardagsmorgninum og opnar laugin kl 13:00 þann daginn og opið verður lengur á sunnudeginum eða til kl 20:00. Opnunartími í Varmahlíðarlaug lengist og er opið til kl 18:00 á laugardegi og sunnudegi. Opið verður í Sólgarðalaug á mánudeginum en opnunartími í sundlauginni á Hofsósi er sá sami frá 9:00 til 21:00.
/SMH