Íþróttir

Tindastólslagið fleytti Svisslending í úrslit á Heimsmeistaramótinu

Svisslendingurinn Eyvar Albrecht reið forkeppni í slaktaumatölti á Heimsmeistaramóti íslenska hestsins í morgun sem væri nú öllu jafna ekki frásögu færandi hér í Feyki, nema hvað að lagið sem hann valdi til að ríða “prógramið“ var Tindastólslagið sem Úlfur Úlfur gaf út vorið 2022.
Meira

Rannveig bætist við í hóp Tindastóls

Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur samið við Rannveigu Guðmundsdóttur um að leika með kvennaliði Tindastóls næsta vetur.
Meira

Þórarinn þjálfar á heimsmeistaramóti: „Úrslitin ráðast mikið utan vallar"

Þessa dagana stendur yfir Heimsmeistaramót íslenska hestsins í Oirschot í Hollandi. Þórarinn Eymundsson, tamningamaður, reiðkennari, hrossaræktandi og lektor við hestafræðideild Háskólans á Hólum tekur þar þátt sem aðstoðarþjálfari A-landsliðs Íslands í hestaíþróttum.
Meira

Pavel um Evrópukeppnina: ,,Það má segja að óvissan sé jákvæð"

Pavel Ermolinski, þjálfara Tindastóls, lýst þokkalega á liðin og að spila í Eistlandi þótt það sé erfitt að segja til um andstæðingana að svo stöddu.
Meira

Efnilegasti leikmaður Breiðabliks til Tindastóls

Inga Sigríður Jóhannsdóttir hefur gengið til liðs við Körfuknattleiksdeild Tindastóls og mun spila með liðinu á næsta tímabili.
Meira

Króksmótið nálgast - „Fótboltamót snúast um að skapa góðar minningar og fá tækifæri til að þroskast og læra“

Það er skammt milli stórra högga í viðburðarhaldi á Sauðárkróki þessa dagana því að nú örfáum dögum eftir að Unglingalandsmóti UMFÍ lauk, hefst Króksmót, laugardaginn 12. ágúst.
Meira

Markalaust jafntefli í botnbarráttuslag

Tindastólskonur tóku á móti Selfoss í botnbarráttuslag í Bestu deild kvenna á Sauðárkróksvelli í gær. Tindastóll hafði þar dauðafæri á að slíta sig frá neðstu liðunum í deildinni um stund en mistókst það og leikurinn endaði með markalausu jafntefli.
Meira

Eva Rún áfram með Tindastól!

Eva Rún lék 23 leiki fyrir Tindastól í fyrstu deild kvenna á síðasta tímabili og skilaði þar að meðaltali 10.4 stigum, 14 í framlagi, 6.5 fráköstum og 5.9 stoðsendingum í leik.
Meira

Tindastóll fer til Eistlands

Nú í hádeginu var dregið í forkeppni FIBA Europe Cup. Tindastóll sem var í styrkleikaflokki þrjú dróst þar í C-riðil ásamt BC Pärnu Sadam frá Eistland úr styrkleikaflokki eitt og BC Trepca frá Kósóvó úr styrkleikaflokki tvö.
Meira

Glötuð úrslít í kökuskreytingakeppni ULM 2023

„Þetta var geggjað havarí og svakalegt stuð. Aðsóknin var rosaleg en allir skemmtu sér vel og fóru glöð út með flottar kökur. Ég er rosalega stoltur af því hvað þetta tókst vel,‟ segir bakarameistarinn Róbert Óttarsson, sem var sérgreinarstjóri í keppni í kökuskreytingum á Unglingalandsmóti UMFÍ á Sauðárkróki.
Meira