Mótaskrá Unglingalandsmóts UMFÍ orðin aðgengileg á netinu
Mótaskrá Unglingalandsmóts UMFÍ er nú orðin aðgengileg á netinu. Þetta er skráin sem þátttakendur og gestir Unglingalandsmótsins geta haft gagn af að hafa í vasanum og símanum á meðan móti stendur.
Í mótsskránni er dagskrá mótsins, upplýsingar um alla afþreyingu, opnar greinar sem ekki þarf að skrá sig í og alla þá viðburði sem boðið er upp á.
Fyrir utan ítarlegar upplýsingar um mótið er kort af Sauðárkróki, auglýsingar þeirra fjölmörgu bakhjarla sem styðja við Unglingalandsmót UMFÍ þetta árið.
Þátttakendur fá mótaskránna afhenta þegar þau fá mótsgögn afhent í þjónustumiðstöð Unglingalandsmótsins á Sauðárkróki. Miðstöðin opnar á fimmtudag klukkan 15:00 og verður hún opin á meðan mótinu stendur.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.