Íþróttir

3. flokkur kvenna með silfur í bikarnum

Stelpurnar í 3.flokki kvenna hjá Tindastól lauk í dag, sunnudag, nokkuð góðu keppnistímabili. Lokaleikur tímabilsins var bikarúrslitaleikur gegn KA á Akureyrarvelli sem KA stúlkur sigruðu eftir mikinn baráttuleik en eina mark leiksins var skorað úr víti í upphafi seinni hálfleiks.
Meira

Mikilvægur sigur Stólanna gegn Dalvík/Reyni

Tindastóll vann gríðarlega mikilvægan leik gegn Dalvík/Reyni á Dalvíkurvelli í gær sem gefur þeim von um að halda sæti sínu í 2. deild. Um stórsigur var að ræða en úrslit urðu 5-0.
Meira

Kvennamótið Skyttan

Sumarið er búið að vera annasamt hjá keppnisfólki í skotfimi þetta árið en nú er komið að loka mótinu sem að haldið verður á Skotsvæði Skotfélagsins Markviss á Blönduósi núna á laugardaginn 12. september og hefst klukkan 12. Átta galvaskar konur eru skráðar til leiks og eru fimm af þeim í nýliðaflokknum. Mótið ber nafnið Skyttan en þetta er kvennamót sem að hefur verið að festa sig í sessi síðustu ár hér á landi.
Meira

GSS með tvo Norðurlandsmeistara

Norðurlandsmótaröð barna og unglinga er lokið þetta sumarið. Lokamótið fór fram á Akureyri laugardaginn 29.ágúst sl. á Jaðarsvelli. Um 50 þátttakendur voru á mótinu af öllu Norðurlandi í öllum flokkum og átti Golfklúbbur Sauðárkróks 14 þeirra.
Meira

Úrslit opna Advania mótsins

Opna Advania mótið fór fram laugardaginn 5.september í sunnan golu og ágætis hita. Spilaður var 18 holu betri bolti sem er liðakeppni þar sem tveir eru saman í liði og betra skorið á holunni er talið til punkta. Keppendur á mótinu voru 32 og var keppnin mjög jöfn.
Meira

Hörmulegt tap Stólanna

Höttur frá Egilsstöðum mætti á Krókinn síðastliðinn laugardag og lék við lið Tindastóls í 2. deildinni í knattspyrnu. Leikurinn var gríðarlega mikilvægur fyrir Tindastólsmenn en með sigri hefði liðið náð að koma sér örlítið betur fyrir í deildinni. Uppskeran var hins vegar sárt tap, 1-2.
Meira

Skagfirðingar í belgingi í Borgarnesi

Árlegt golfmót brottfluttra Skagfirðinga fór fram í Borgarnesi á dögunum. Þrátt fyrir norðaustan belging var þátttakan með allra besta móti, um 90 keppendur og þar af um þriðjungur sem kom að norðan til að hitta gamla kunningja og etja kappi við þá.
Meira

Brjáluð stemning og svaka fjör í Amsterdam

Það er varla nema eitt umræðuefni á Klakanum í dag en það er leikur Hollands og Íslands í undankeppni EM sem fram fer í Amsterdam í kvöld. Mikill spenningur er fyrir leiknum og nokkur þúsund Íslendinga mættir á svæðið.
Meira

Dramatísk þriðja umferð í rallýinu

Dagana 27. til 29. ágúst fór fram þriðja umferð Íslandsmótsins í rallý, Rallý Reykjavík en keppnin, sem var sú 36., fór fram víðs vegar um Suðurnes, Suðurland og Vesturland. Strax í upphafi var ljóst að barist yrði með öllu...
Meira

Flott mæting og mikil stemming á Uppskeruhátíð

Uppskeruhátíð barna og unglingastarfs Golfklúbbs Sauðárkróks var haldin í gær. Samkvæmt heimasíðu golfklúbbsins var flott mæting og mikil stemming.  „Byrjað var á því að taka létt „speed-golf“ mót áður en uppskeruh
Meira