Úrslit opna Advania mótsins
Opna Advania mótið fór fram laugardaginn 5.september í sunnan golu og ágætis hita. Spilaður var 18 holu betri bolti sem er liðakeppni þar sem tveir eru saman í liði og betra skorið á holunni er talið til punkta. Keppendur á mótinu voru 32 og var keppnin mjög jöfn.
Skoða varð punktafjölda á seinni 9 holum til að skera úr um úrslit sem urðu eftirfarandi.
1. Arnar Geir Hjartarson og Elvar Ingi Hjartarson 41 punktur ( 22 á seinni 9 )
2. Ásmundur Baldvinsson og Björn Jónsson 41 punktur ( 19 á seinni 9 )
3. Björn Sigurðsson og Ingibjörg Guðjónsdóttir 38 punktar ( 21 á seinni 9 )
4. Dagbjört Hermundsdóttir og Hlynur Freyr Einarsson 38 punktar ( 20 á seinni 9 )
5. Karl Wernersson og Þórður Jónsson 38 punktar ( 17 á seinni 9 )
Þá voru einnig veitt verðlaun fyrir að vera næst/næstur holu á 6/15 braut og var það Elvar Ingi Hjartarson sem var 1,72 m frá holu.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.