Kvennamótið Skyttan
Sumarið er búið að vera annasamt hjá keppnisfólki í skotfimi þetta árið en nú er komið að loka mótinu sem að haldið verður á Skotsvæði Skotfélagsins Markviss á Blönduósi núna á laugardaginn 12. september og hefst klukkan 12. Átta galvaskar konur eru skráðar til leiks og eru fimm af þeim í nýliðaflokknum. Mótið ber nafnið Skyttan en þetta er kvennamót sem að hefur verið að festa sig í sessi síðustu ár hér á landi.
Markmið mótsins er að efla konur í íþróttinni. Keppt er í tveimur flokkum þær sem að hafa verið í greininni og keppt á mótum á vegum Skotíþróttasambands Íslands og svo nýliðarnir, en mótið snýst aðallega um að fá konur á öllum aldri (15 ára og eldri) til að mæta og vera með og kynnast þessari frábæru íþrótt.
Mikið er lagt upp úr því að gera þetta sem einfaldast og skemmtilegast fyrir þær sem að eru að byrja og vonandi að það sé hvatning til þess að þær haldi áfram að mæta á skotsvæðin í sínum landshluta og annars staðar á landinu líka að sjálfsögðu.
Keppt er í tveimur flokkum...
Nýliðaflokkur, en þær skjóta 3 umferðir og 18 stakar dúfur í hverjum hring. Og sú sem að klárar með flestar dúfur hitnar að þeim loknum er Nýliðinn 2015. Og fær hún farandbikar til varðveislu í 1 ár og eignar bikar.
En þær bestu á landinu mæta líka til leiks til að hvetja nýliðana áfram og aðstoða þær eftir bestu getu hvernig best er að bera sig að í íþróttinni. En þær fara ekki tómhentar heim heldur að sýnum þremur hringjum (75 dúfur) loknum en sú sem að stendur uppi sem sigurvegari þar verður Skyttan 2015 og fer einnig með farandbikar og eignarbikar heim. En farandbikararnir voru afhentir í fyrsta skipti í fyrra og var það Sportvík á Blönduósi sem að gaf þá.
En við látum ekki þar við sitja og munu allir keppendur fara heim með einhvern glaðning þar sem að við höfum fengið fjölmörg fyrirtæki til að styrkja mótið með gjöfum til keppenda. Vilkó og Ísgel gefa öllum keppendum glaðning úr vöruvali sínu. Mörg fyrirtæki í Reykjavík gáfu okkur vörur og gjafabréf og til að nefna einhver af þeim hér þá voru það Vesturröst, Teni eþíópískur veitingastaður, Uno, Dominos, Ellingsen, Olitalia of.l
Og að móti loknu mun keppendum vera boðið upp á að fá kennslu út á velli þar sem að farið er yfir líkamsstöður, öryggi og annað sem að þarf að hafa í huga þegar komið er á skotsvæði. Og rúsínan í pylsuendanum verður svo villibráðaveisla í lok dags fyrir keppendur og fylgifiska.
Við hvetjum að sjálfsögðu alla til að kíkja upp á svæði hjá okkur á morgun og fylgjast með.
Fyrir hönd Skotfélagsins Markviss
Snjólaug M Jónsdóttir
Formaður
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.