Íþróttir

Síðasti leikur tímabilsins hefst kl. 14 - frítt á völlinn

Síðasti fótboltaleikur ársins hjá meistaraflokki karla hefst kl. 14 í dag en þá tekur Tindastóll á móti Aftureldingu á Sauðárkróksvelli. Er þetta klárlega mikilvægasti leikur liðsins í langan tíma, en með hagstæðum úrslitum ná Stólarnir að halda sér í 2. deildinni. Liðið er nú í 10. sæti með 22 stig.
Meira

Ævintýraleg vika í Berlín

Stuðningsmenn landsliðsins í körfu stóðu á öndinni er þeir fylgdust með Íslandi fara á kostum á Evrópumótinu í körfu, Eurobasket 2015, í Berlín 5.-10. september. Liðið hafði verið dregið út í svokölluðum „dauðariðli“ og kepptu á móti sterkustu liðum heims. Menn þorðu ekki að gera sér miklar væntingar en þrátt fyrir að íslenska liðið tapaði öllum leikjum sýndu þeir og sönnuðu að þeir áttu fullt erindi á meðal þeirra bestu. Feykir ræddi við landsliðsmanninn Axel Kárason frá Sólheimum í Blönduhlíð og Rúnar Birgir Gíslason, einn úr hópi skagfirskra áhorfenda.
Meira

Sigur gegn FSu í Síkinu

Meistaraflokkur Tindastóls tók á móti FSu í Síkinu í gærkvöldi. Samkvæmt frétt Körfunnar.is var leikurinn sveiflukenndur en endaði með tíu stiga sigri heimamanna, 96-86. Tindastóll hefur því sigrað tvo fyrstu leiki sína í Lengjubikarnum.
Meira

Stútfull dagskrá Hreyfiviku í Skagafirði

Dagana 21. - 27. september er svokölluð Hreyfivika UMFÍ "MOVE WEEK" og verður ýmislegt í boði í Skagafirði. "MOVE WEEK" er Evrópsk herferð sem hefur það að markmiði að kynna kosti þess að taka virkan þátt í hreyfingu og íþróttum reglulega.
Meira

Frítt á síðasta leikinn í annarri deild karla

Síðasti fótboltaleikur ársins hjá meistaraflokki karla verður á laugardaginn, þegar Tindastóll tekur á móti Aftureldingu á Sauðárkróksvelli. Er þetta klárlega mikilvægasti leikur liðsins í langan tíma, en með hagstæðum úrslitum ná Stólarnir að halda sér í 2.deildinni. Liðið er nú í 10. sæti með 22 stig.
Meira

Króksbrautarhlaup á laugardaginn

Fastur liður í útivist og hreyfingu margra Skagfirðinga er skokkhópurinn svokallaði, sem nú lýkur sínu 20. starfsári undir stjórn Árna Stefánssonar íþróttakennara við FNV. Lokapunktur á sumarstarfinu hefur jafnan verið Króksbrautarhlaupið og löng hefð er fyrir að þar sé hlaupið til styrktar góðu málefni.
Meira

Hver er þín uppáhalds hreyfing? – Hreyfivika í næstu viku

Hreyfivika UMFÍ fer fram dagana 21.-27.september næstkomandi. Hreyfivikan er hluti af stóru lýðheilsuverkefni sem fram fer um gjörvalla Evrópu á sama tíma. Markmiðið er að fá hundrað milljónir fleiri Evrópubúa til að hreyfa sig reglulega fyrir árið 2020.
Meira

Tillaga að fjölnota íþróttahúsi

Á síðasta fundi félags- og tómstundanefndar Sveitarfélagsins Skagafjarðar gerði Indriði Einarsson, sviðsstjóri, grein fyrir skýrslu starfshóps um uppbyggingu fjölnota íþróttahúss á Sauðárkróki.
Meira

Stólarnir lögðu Skallana í Lengjubikarnum

Tindastóll sigraði Skallagrím auðveldlega í fyrsta leik tímabilsins, í Lengjubikar karla, sem fór fram á Borgarnesi í gærkvöldi. Það var sprettur Stólanna í seinni hálfleik sem gerði út um leikinn og úrslit urðu 86-106.
Meira

Tindastóll mætir Skallagrími í fyrsta leik tímabilsins

Fyrsti leikur Tindastóls í Lengjubikarnum er í kvöld og er gegn Skallagrími. Leikurinn fer fram í Fjósinu á Borgarnesi og verður sýndur beint út á Tindastóll TV. Leikurinn hefst kl. 19:15.
Meira