Drama og dómarakonsert í dúndurleik í Síkinu
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir, Lokað efni
30.11.2024
kl. 16.20
Í gærkvöldi mættust lið Tindastóls og Álftaness í Síkinu í áttundu umferð Bónus-deildarinnar. Leikurinn varð hin mesta skemmtun en kannski full mikið drama fyrir þá sem innlifaðistir eru. Benni þjálfari Stóla og Drungilas urðu báðir að yfirgefa Síkið áður en fyrri hálfleikur var úti eftir nettan flautukonsert dómaratríósins – sem sumum þótti þó pínu falskur. Bæði lið sýndu frábæra takta en það voru heimamenn sem reyndust sleipari á svellinu, voru ákafari og lönduðu sætum sigri. Lokatölur 109-99.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.