Mikilvægur sigur Stólanna gegn Dalvík/Reyni
Tindastóll vann gríðarlega mikilvægan leik gegn Dalvík/Reyni á Dalvíkurvelli í gær sem gefur þeim von um að halda sæti sínu í 2. deild. Um stórsigur var að ræða en úrslit urðu 5-0.
Það var Haukur Eyþórsson sem skoraði fyrsta mark leiksins strax á fyrstu mínútu og var staðan 1-0 í hálfleik. Fannar Freyr Gíslason fór á kostum í seinni hálfleik en hann skoraði næstu þrjú mörk á 50., 59. og 71. mínútu. Juliano J B Pereira innsiglaði loks sigurinn með marki á 93. mínútu.
Tindastóll er nú í 10. sæti deildarinnar með 22 stig. Njarðvík og Sindri eru í 8. og 9. sæti með 23 stig en fyrir neðan Tindastól er Ægir með 21 stig. Neðstir eru Dalvík/Reynir með 9 stig.
Stólarnir taka á móti Aftureldingu á Sauðárkróksvelli næstkomandi laugardag kl. 14. Áfram Tindastóll!
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.