Íþróttir

Júdó- og bogfimideildir formlega komnar undir Tindastól

Aðalfundur Tindastóls fór fram í Húsi frítímans þann 2. mars sl. Á dagskrá voru venjuleg aðalfundarstörf auk þess sem viðurkenningar voru veittar. Gerðar voru nokkrar breytingar á lögum félagsins þar sem skerpt var á nokkrum atriðum. Helgi Sigurðsson gaf kost á sér til áframhaldandi formennsku og aðrir í stjórn gerðu það líka, þ.e. Kolbrún Marvía Passaro, Laufey Kristín Skúladóttir, Magnús Helgason og Þórunn Ingvadóttir.
Meira

Lewis leiddist þófið og kláraði Grindvíkinga

Tindastóll lék síðasta heimaleik sinn í deildarkeppni Dominos-deildarinnar þessa vertíðina í gærkvöldi. Það voru Grindvíkingar sem komu í heimsókn og gáfu þeir Stólunum ekkert eftir í spennandi en frekar skrítnum körfuboltaleik þar sem heimamenn virtist skorta alla einbeitingu á löngum köflum. Jafnt var þegar rúmar þrjár mínútur voru eftir en þá nennti Darrel Lewis þessu ströggli ekki lengur og kláraði leikinn með stæl. Lokatölur 88-79 fyrir Tindastól.
Meira

Grasrótarknattspyrna á Hofsósi á forsíðu

UEFA ( Knattspyrnusamband Evrópu ) gefur reglulega út blöð og bæklinga sem dreift er til allra Knattspyrnusambanda í Evrópu. Í nýjasta blaðinu er fjallað um litla Ísland og hvernig það komst á lokamótið í Frakklandi.
Meira

Molduxamótið 2016 verður þann 16. apríl

Ákveðið hefur verið að halda hið árlega Molduxamót laugardaginn 16. apríl í íþróttahúsinu á Sauðárkróki (Síkinu). Að þessu sinni verður boðið uppá þrjá flokka eða: 40+, 30+ og kvennaflokk.
Meira

Gurley startaði Stólunum í geggjuðum sigri á KR

Hann var alveg geggjuð skemmtun leikur Tindastóls og Íslandsmeistara KR í Síkinu í kvöld. Bæði lið hafa verið á fljúgandi siglingu í síðustu leikjum og það mátti búast við hörkuviðureign og áhorfendur voru sannarlega ekki sviknir um hana. Eftir erfiða byrjun unnu heimamenn sig inn í leikinn og spiluðu annan og þriðja leikhluta frábærlega. Stuðningsmenn Tindastóls voru heldur betur með á nótunum og hvöttu sína menn óspart áfram gegn urrandi baráttuglöðum KR-ingum. Lokatölur 91-85 fyrir Tindastól.
Meira

Stórleikur í Síkinu

Íslandsmeistarar KR mæta í Síkið fimmtudagskvöldið 3. mars og etur kappi við lið Tindastóls í Dominos-deildinni í körfu. Leikurinn er mjög mikilvægur fyrir Stólana sem stefna á að næla sér í heimaleikjarétt fyrir úrslitakeppnina sem hefst 17. mars. Nú verða því allir að mæta í Síkið og styðja Stólana til sigurs.
Meira

Þjálfarasnilli Jose Costa vekur athygli

Vinnubrögð Jose Costa, þjálfara mfl. Tindastóls, hafa vakið athygli. Í myndskeiði frá Körfuboltakvöldi Stöðvar 2, birt á vísi.is, má sjá Jose Costa stilla upp í frábæru leikkerfi í leik liðsins gegn Keflavík á föstudaginn sem endaði með fullorðins troðslu frá Myron Dempsey.
Meira

Keflvíkingar fengu að kenna á eigin meðulum í Sláturhúsinu

Tindastólsmenn gerðu góða ferð í Keflavíkina í gær þar sem þeir mættu liði heimamanna sem hefur verið að gera got mót í Dominos-deildinni. Heldur hefur þó fjarað undan þeim Suðurnesjaköppum upp á síðkastið og Stólarnir létu þá aldeilis bragða á eigin meðali í fyrri hálfleik, keyrðu yfir heimamenn sem vissu ekki hvað snéri upp eða niður í Sláturhúsinu þar sem þeir eiga að þekkja hverja fjöl. Stólarnir slökuðu einum ef ekki tveimur of mikið á þegar líða fór á leikinn og mátti litlu muna að Keflvíkingar næðu að stela sigrinum í blálokin. Lokatölur 82-86 og frábær sigur staðreynd.
Meira

Skagfirðingur Norður­landa­meist­ari í skóla­skák

Skagfirðingar eignuðust nýj­an Norður­landa­meist­ara á Norður­landa­móti í skóla­skák sem fram fór í Vaxjö í Svíþjóð um síðastliðna helgi. Óskar Vík­ing­ur Davíðsson hampaði þar sigri í flokki skák­manna 11 ára og yngri. Óskar er sonur Erlu Hlínar Hjálmarsdóttir frá Brekku og barnabarn Valdísar Óskarsdóttur.
Meira

Mikið um að vera á Skíðasvæði Tindastóls á næstunni

Það sem af er vetri hefur tíðarfarið verið mjög gott til skíðaiðkunar í Tindastóli. Viggó Jónsson staðarhaldari segir að veðurfarslega hafi veturinn verið með eindæmum hagfelldur - ekki mikið um umhleypingar, nóg af snjó í fjallinu og mjög gott færi.
Meira