Flott mæting og mikil stemming á Uppskeruhátíð
Uppskeruhátíð barna og unglingastarfs Golfklúbbs Sauðárkróks var haldin í gær. Samkvæmt heimasíðu golfklúbbsins var flott mæting og mikil stemming.
„Byrjað var á því að taka létt „speed-golf“ mót áður en uppskeruhátíðin sjálf hófst. Að því búnu var farið í golfskálann þar sem allir fengu gjöf frá KPMG og síðan voru veittar viðurkenningar fyrir starfið,“ segir á vefnum. Að því loknu var boðið upp á veitingar að hætti barna- og unglingastarfsins.
Viðurkenningar hlutu:
- Bestu kylfingarnir voru þau Marianna Ulriksen og Elvar Ingi Hjartarson
- Mestu framfarir hlutu Telma Ösp Einarsdóttir og Hákon Ingi Rafnsson
- Efnilegust voru Rebekka Róbertsdóttir og Arnar Freyr Guðmundsson
- Bestu ástundum fengu María Rut Gunnlaugsdóttir og Gísli Kristjánsson
- Síðan voru veitt verðlaun fyrir þau sem voru til fyrirmyndar bæði innan vallar sem utan. Þau hlutu Anna Karen Hjartardóttir og Bogi Sigurbjörnsson.
- Einnig voru veittar viðurkenningar fyrir einvígi (shoot-out) sem fór fram fyrr í ágúst en þar sigraði Reynir Bjarkan Róbertsson.
- Þá voru líka veittar viðurkenningar fyrir hraðgolfmót (speed-golf) sem fór fram fyrir uppskeruhátíðina en þar sigraði Brynjar Guðmundsson.
„Það er ástæða þakka öllum kærlega fyrir starfið í sumar. Iðkendur hafa verið til fyrirmyndar og foreldrar hafa verið dugleg að taka þátt í öllu og styðja við sitt fólk. Svo ber að þakka Jóni Þorsteini golfkennara og Telmu Ösp sérstaklega fyrir allt utanumhald í kringum golfskólann í sumar,“ segir loks á heimasíðu golfklúbbsins.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.