Íþróttir

„Að sjálfsögðu! Ég er Skagfirðingur“

Guðmar Freyr Magnússon 15 ára leikmaður Tindastóls slasaðist í fótboltaleik við KA á Akureyri um sl. helgi. Lögregla og sjúkralið var kallað á vettvang til að flytja Guðmar á sjúkrahús sem hafði fengið slæmt högg á nefið. Tilsvör Guðmars vöktu athygli á samfélags- og netmiðlum þegar Lögreglan á Norðurlandi eystra greindi frá atvikinu á Facebook-síðu sinni. „Þegar búið var að binda um sárið var hann spurður hvort hann treysti sér að standa upp og leggjast í börurnar. Þá lá ekki á svarinu: „Að sjálfsögðu! Ég er Skagfirðingur“. Feykir leit í heimsókn til Guðmars sl. mánudag.
Meira

Keppt í smala í húnvetnsku liðakeppninni

Húnvetnska liðakeppnin hófst um síðustu helgi með keppni í smala. Að því er fram kemur í frétt á heimasíðu hestamannafélagsins Þyts heppnaðist mótið afar vel. „Mörg flott tilþrif sáust á vellinum og má með sanni segja að reiðmennska hafi verið til fyrirmyndar eins og Þytsfélaga er von og vísa,“ segir í frétt á vefnum.
Meira

Pétur gerði gæfumuninn gegn Hetti

Tindastólsmenn héldu austur á Egilsstaði í gær þar sem þeir léku við lið Hattar í Dominos-deildinni í körfubolta. Lið Hattar situr á botni deildarinnar með aðeins einn sigur í vetur en nú á nýju ári hafa þeir alla jafna verið að spila hörkuleiki en mátt bíta í það súra epli að tapa leikjum sínum á ögurstundu. Það varð engin breyting á því í gær því Pétur Birgisson setti niður sigurþrist þegar tvær sekúndur voru eftir af leiknum og breytti stöðunni úr 81-81 í 81-84.
Meira

Fúlt að moka frosinn völlinn fyrir æfingar

Knattspyrnuiðkendur hjá Tindastóli eru orðni langþreyttir á aðstöðuleysinu á Sauðárkróki. Hitalögnin undir gervigrasinu hefur verið biluð undanfarna tvo vetur og þarf því að byrja á því að moka völlinn fyrir æfingar.
Meira

Anthony Gurley til liðs við Tindastólsmenn

Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur tryggt sér annan bandarískan leikmann fyrir baráttuna framundan. Það er Anthony Gurley, 28 ára gamall fjölhæfur leikmaður. Bæði Gurley og Myron Dempsey eru komnir með leikheimild og ættu að vera til í slaginn gegn Njarðvíkingum í kvöld.
Meira

Myron Dempsey tekur við af Jerome Hill

Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur sent frá sér fréttatilkynningu þar sem sagt er frá því að gengið hefur verið frá ráðningu á nýjum kana en Stólarnir hafa á ný samið við Myron Dempsey sem lék með liðinu á síðasta tímabili.
Meira

Þriðja svekkelsis tapið í röð hjá Stólunum

Tindastólsmenn töpuðu þriðja leiknum í röð í Dominos-deildinni í gærkvöldi þegar þeir sóttu Hauka heim í Hafnarfjörðinn. Leikurinn var jafn og spennandi en varnarleikur liðanna var heldur öflugri en sóknarleikurinn. Það voru hinsvegar heimamenn sem reyndust kraftmeiri á lokamínútunum og sigruðu 79-76.
Meira

Svekkjandi tap eftir dramatískar lokamínútur í Síkinu

Tindastóll og Þór Þorlákshöfn mættust í háspennuleik í Síkinu síðastliðið fimmtudagskvöld. Bæði liðin voru með 14 stig fyrir umferðina og leikurinn því mikilvægur fyrir úrslitakeppnina. Stólarnir voru betri í fyrri hálfleik en Þórsarar komu til baka í þeim seinni í lokafjórðungnum skiptust liðin á um að hafa forystuna. Á æsipennandi lokakafla voru það gestirnir, með Vance Hall í óstöðvandi stuði, sem höfðu betur. Lokatölur 78-80.
Meira

Stólarnir vöknuðu of seint í Garðabænum

Stjarnan og Tindastóll mættust í spennandi körfuboltaleik í Garðabænum síðastliðið föstudagskvöld. Sóknarleikur Stólanna var varla til staðar í fyrri hálfleik en í þeim síðari létu þeir sverfa til stáls en boltinn fell betur fyrir Garðbæinga á lokamínútunum og þurftu Tindastólsmenn því að hverfa stigalausir úr svefnbænum. Lokatölur 81-76.
Meira

World Snow Day um helgina

Sunnudaginn 17. janúar næstkomandi verður alþjóðlegi „World snow day“ eða „Snjór um víða veröld“ haldinn í Tindastól og á öllum öðrum skíðasvæðum landsins. Í Tindastóli verður öllum krökkum 18 ára og yngri boðið frítt í brekkurnar og 50% afsláttur verður veittur af allri skíðaleigu.
Meira