Íþróttir

Naumur sigur eftir hörkuspennandi leik

Hann var æsispennandi annar leikurinn í einvígi Tindastóls og Hauka sem fór fram í Síkinu í undanúrslitum Dominos-deildar karla í körfubolta í gærkvöldi. Haukarnir höfðu unnið fyrsta leik liðanna í Hafnarfirði og sóttu hart að sigri í Síkinu. Þegar leið á leikinn snéru Stólarnir vörn í sókn og fóru loks með nauman sigur af hólmi, 69-68.
Meira

Annar leikurinn í einvígi Tindastóls og Hauka í Síkinu í kvöld - grillborgarar fyrir leik

Annar leikurinn í einvígi Tindastóls og Hauka í Dominos-deildin karla í körfu fer fram í Íþróttahúsinu á Sauðárkróki í kvöld. Fyrsti leikurinn fór fram sl. sunnudag og voru úrslit Haukum í vil. Í kvöld munu Stólarnir verja Síkið með kjafti og klóm og koma sér almennilega inn í einvígið með sterkum sigri.
Meira

Haukar höfðu sigur í fyrsta leik

Tindastólsmenn héldu suður yfir heiðar í gær og heimsóttu Hauka í Hafnarfjörðinn í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Dominos-deildarinnar. Fyrri hálfleikurinn einkenndist af mikilli baráttu og voru Stólarnir heldur beittari í sókninni og höfðu nauma forystu í hléi. Heimamenn komu hinsvegar einbeittir til leiks í síðari hálfleik og unnu að lokum nokkuð öruggan sigur, 73-61.
Meira

„Fótboltinn hefur alltaf verið stór hluti af lífi mínu“

Bryndís Rún Baldursdóttir, tvítug stúlka frá Sauðárkróki, hefur spilað fótbolta frá barnsaldri. Þegar hún flutti til London til að starfa sem au pair stúlka gat hún ekki hugsað sér að vera þar ytra í hálft ár án þess að vera spila fótbolta. Hún hafði samband við kvennalið Crystal Palace, þar sem hún býr, og var boðin velkomin í liðið.
Meira

Tindastólsmenn mæta Haukum í undanúrslitum

Í gærkvöldi varð ljóst hvaða lið mætast í undanúrslitum Dominos-deildarinnar í körfubolta. Fyrir leik Stjörnunnar og Njarðvíkur voru KR, Tindastóll og Haukar búin að tryggja sig áfram og þegar æsilegum leik var lokið í Garðabænum höfðu Njarðvíkingar bæst í þann hóp. Njarðvíkingar mæta því KR-ingum en Haukar fá Tindastól og verður fyrsti leikur liðanna í Hafnarfirði nk. sunnudagskvöld.
Meira

Vorið er komið og grundirnar gróa

Það var boðið upp á taumlausa skemmtun og farsælan endi í Síkinu í kvöld þegar Keflvíkingar komu sperrtir til leiks eftir að Stólarnir höfðu, að sögn körfuboltaspekinga landsins, kveikt neistann í Keflvíkingum í síðasta leik sem Suðurnesjamennirnir unnu örugglega. Sú tíra var ekki lengi að slokkna því leik var nánast lokið eftir fyrsta leikhluta. Lokatölur í Síkinu 98-68 fyrir Tindastól sem hefurþví tryggt sæti sitt í fjögurra liða úrslitunum.
Meira

Hill slapp við bann og útlit fyrir háspennuleik í Síkinu

Einvígi Tindastóls og Keflavíkur í úrslitakeppninni í körfubolta er nú komið á þokkalegasta spennustig eftir að Keflvíkingar komu á óvart í þriðja leik liðanna og náðu að landa fyrsta sigri sínum á Stólunum í vetur. Þar með hafa Tindastólsmenn sigrað tvisvar í viðureigninni en Keflvíkingar einu sinni. Fjórði leikur liðanna fer fram á Króknum annan í páskum og hefst kl. 19:15.
Meira

„Stóra markmiðið sem loksins náðist“

Skagfirðingurinn Elmar Eysteinsson gerði sér lítið fyrir og hreppti Íslandsmeistaratitli í Fitness á fimmtudaginn var. Feykir spjallaði við Elmar um mótið, undirbúninginn og feril hans í Fitness.
Meira

Yfir 140 þátttakendur á Fljótamóti

Yfir 140 skíðagöngugarpar skráðu sig til leiks á Fljótamóti í skíðagöngu sem fram fór í dag. Eins og sagt hefur verið frá í Feyki og öðrum fjölmiðlum er mótið, sem nú var haldið í þriðja sinn, orðið það næststærsta á landinu.
Meira

Hill gaf Helga og félögum einn á snúðinn

Þriðji leikurinn í einvígi Keflavíkur og Tindastóls fór fram í Sláturhúsinu í Keflavík í kvöld. Með sigri hefðu Stólarnir sent heimamenn í sumarfrí en Keflvíkingar voru ekkert á þeim buxunum, náðu upp prýðis baráttu og góðum leik á meðan flest fór í baklás hjá Tindastólsmönnum. Lokatölur urðu 95-71 og ljóst að Stólarnir verða að girða sig í brók fyrir fjórða leikinn sem fram fer í Síkinu annan í páskum.
Meira