Fúlt að moka frosinn völlinn fyrir æfingar
Knattspyrnuiðkendur hjá Tindastóli eru orðni langþreyttir á aðstöðuleysinu á Sauðárkróki. Hitalögnin undir gervigrasinu hefur verið biluð undanfarna tvo vetur og þarf því að byrja á því að moka völlinn fyrir æfingar.
„Það er ekki amalegt að þjálfa svona duglegar stelpur sem vilja æfa þó svo að völlurinn sé frosin og það þurfi að moka hann fyrir æfingu. Frábær aðstaða sem knattspyrnumönnum á Króknum er boðið uppá,“ sagði Dúfa Dröfn Ásbjörnsdóttir þjálfari hjá Knattspyrnudeild Tindastóls á Facebook á dögunum.
„Eins og staðan er í dag þá fara æfingar knattspyrnudeildar fram a svölunum í íþróttahúsinu því það er svo kalt úti að ekki er hægt að æfa þar og enga tíma í íþrottahúsinu að fá. Ég held samt alltaf í vonina um að þetta hljóti að fara að lagast,“ sagði Dúfa í samtali við Feyki.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.