Keppt í smala í húnvetnsku liðakeppninni

Verðlaunaafhending í barnaflokki. Mynd: thytur.net.
Verðlaunaafhending í barnaflokki. Mynd: thytur.net.

Húnvetnska liðakeppnin hófst um síðustu helgi með keppni í smala. Að því er fram kemur í frétt á heimasíðu hestamannafélagsins Þyts heppnaðist mótið afar vel. „Mörg flott tilþrif sáust á vellinum og má með sanni segja að reiðmennska hafi verið til fyrirmyndar eins og Þytsfélaga er von og vísa,“ segir í frétt á vefnum.

Eftir keppni í smala fyrsta keppnisdaginn er staða liðanna og liðsskipan þessi:

  1. Appelsínugulir (með 65,8 stig)
    Börn – Dagbjört Jóna, Bryndís Jóhanna
    Unglingaflokkur – Anna Herdís, Ásdís Brynja
    3.flokkur – Jóhanna Helga, Elín Sif, Aðalheiður Sveina
    2.flokkur – Sverrir, Elías, Halldór Pálsson, Lýdía
    1.flokkur – Fanney Dögg, Ísólfur
  2. Grænir (með 63,5 stig)
    Börn – Margrét Jóna, Rakel Gígja
    Unglingar – Karítas, Ásta Guðný
    3.flokkur – Agnar, Óskar
    2.flokkur – Eva Dögg, Þorgeir, Unnsteinn, Eydís Anna, Dóri Sig.
    1.flokkur – Vigdís, Kolbrún Gr.
  3. Fjólubláir (með 58,2 stig)
    Börn – Arnar Finnbogi, Guðmar Þór
    Unglingar – Eysteinn, Lara Margrét
    3.flokkur – Sigrún Eva, Stine, Sigurður Björn
    2.flokkur – Birna, Eline, Magnús Ásgeir, Þóranna, Jóhann Albertsson
    1.flokkur – Elvar Logi

Úrslit fyrsta keppnisdagsins urðu sem hér segir:

Barnaflokkur

1. Rakel Gígja Ragnarsdóttir - Æra frá Grafarkoti
2. Bryndís Jóhanna Kristinsdóttir - Raggi frá Bala 1
3. Guðmar Hólm Ísólfsson - Valdís frá Blesastöðu
4. Margrét Jóna Þrastardóttir - Melody frá Hafnarfirði
5. Dagbjört Jóna Tryggvadóttir - Þokki frá Hvoli
6. Arnar Finnbogi Hauksson - Fjölnir frá Stóru Ásgeirsá

Unglingaflokkur

1. Ásta Guðný Unnsteinsdóttir – Flótti frá Leysingjastöðum II
2. Eysteinn Tjörvi Kristinsson – Sandey frá Höfðabakka
3. Karítas Aradóttir – Stygg frá Akureyri
4. Anna Herdís Sigurbjartsdóttir – Auðna frá Sauðadalsá

3. flokkur.

1. Jóhanna Helga Sigtryggsdóttir – Stelpa frá Helguhvammi II
2. Elín Sif Holm Larsen – Bríet frá Hjaltastaðahvammi
3. Stine Kragh – Eik frá Þorkelshóli 2
4. Sigurður Björn Gunnlaugsson – Gletta frá Nípukoti
5. Óskar Hallgrímsson – Glotti frá Grafarkoti

2. flokkur

1. Halldór Pálsson – Fleygur frá Súluvöllum
2. Eydís Anna Kristófersdóttir – Hrekkur frá Enni
3. Sverrir Sigurðsson – Valey frá Höfðabakka
4. Birna Olivia Agnarsdóttir – Stæll frá Víðidalstungu
5. Þorgeir Jóhannesson – Stígur frá Reykjum 1

1. flokkur

1. Elvar Logi Friðriksson – Júlíus frá Borg
2. Fanney Dögg Indriðadóttir – Fríða frá Reykjum
3. Vigdís Gunnarsdóttir – Funi frá Fremri Fitjum

 

Tvö lið til viðbótar kynnt til leiks í KS-deildinni

Meistaradeild Norðurlands hefur kynnt til leiks þrjú af þeim liðum sem taka þátt í KS-deildinni þetta árið. Í síðasta tölublaði var lið Draupnis/ Þúfna kynnt og nú bætast við lið Hofstorfunnar/66°North og Hrímnis. Fyrsta keppniskvöldið í KS deildinni er miðvikudagskvöldið 17. febrúar.

Það er Þórarinn Eymundsson sem stýrir liði Hrímnis en ásamt honum er það skipað þeim Valdimar Bergstað, Líney Maríu Hjálmarsdóttur og nýliðanum Helgu Unu Björnsdóttur. „Þetta sigursæla lið virðist ógnar sterkt og mun ábyggilega gera atlögu að titlinum í ár,“ segir í fréttatilkynningu. 

Liði Hofstorfunnar/ 66°North stýrir Elvar E. Einarsson og með honum eru Bjarni Jónasson, Lilja Pálmadóttir og Gústaf Ásgeir Hinriksson, en sá síðastnefndi kemur nýr inn í liðið. Í fyrra lenti liðið í öðru sæti í liðakeppninni, einungis fimm stigum frá sigri. „Það er ljóst að liðið hefur fengið mjög öflugan liðsmann, Gústaf Ásgeir, og ættu þau því að vera líkleg til frekari afreka í vetur,“ segir í fréttatilkynningu frá Meistaradeild Norðurlands. 

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir