Íþróttir

Nýtt stuðningslag Tindastóls

Nýtt stuðningslag Tindastóls var frumflutt á Styrktar- og skemmtikvöldi sem haldið var á Kaffi Krók í gærkvöldi. Höfundur lagsins er Sigurpáll Þ. Aðalsteinsson, betur þekktur sem Siggi Doddi, og höfundur texta eru hjónin Kristín Magnúsdóttir og Siggi Doddi. Flytjandi lagsins er Voice stjarnan er Ellert Jóhannsson.
Meira

Nesquick sigurvegarar á Jólamóti

Hið sívinsæla Jólamót Molduxa fór fram í Íþróttahúsinu á Sauðárkróki í gær. Færri lið komust að en vildu, 18 lið voru skráð til leiks og stigu sjálfir Moluxarnir til hliðar til að hleypa öðrum að. Samkvæmt Facebook-síðu Molduxa voru þátttakendur um 180, 30 starfsmenn og 250 áhorfendur.
Meira

Jólamót Molduxa og Styrktar- og skemmtikvöld

Jólamót Molduxa 2015 verður haldið í dag, annan í jólum, en allur ágóði af mótinu rennur til Körfuknattleiksdeildar Tindastóls. Í kvöld blæs körfuknattleiksdeildin til fagnaðar á Kaffi Krók en hápunktur kvöldsins verður þegar frumflutt verður nýtt stuðningsmannalag félagsins.
Meira

Sauðárkróks-Hestar náði bestum árangri skagfirskra hrossaræktarbúa

Á uppskeruhátíð skagfirskra hestamanna sem haldin var í Ljósheimum 27. nóvember síðastliðinn voru veitt verðlaun fyrir það hrossaræktarbú sem bestum árangri náði á árinu 2015. Verðlaunin að þessu sinni hlutu Sauðárkróks-Hestar.
Meira

Stólarnir flottir og flengdu FSu-piltana í Síkinu

Síðustu leikirnir í fyrri umferð Dominos-deildarinnar fara fram nú í vikulokin og í gær fengu Tindastólsmenn lið FSu í heimsókn í Síkið. Stólarnir sýndu sínar bestu hliðar í leiknum og skemmtu stuðningsmönnum sínum með frábærum varnarleik sem oft á tíðum skilaði skemmtilegum skyndisóknum. Lokatölur voru 107-80.
Meira

Styrktar-WOD í Crossfit 550

Næsta laugardag verður svokallað styrktar-WOD í Crossfit 550 á Sauðárkróki. Það virkar þannig að á milli 12 og 16 verða æfingar á um það bil 30 mínútna fresti, þar sem allir geta komið og verið með og látið gott af sér leiða í leiðinni.
Meira

Öruggur sigur Stólanna á kanalausum Grindvíkingum

Tindastólsmenn hafa sjaldnast riðið feitum hesti úr Grindavík en á því varð breyting í kvöld. Stólarnir unnu sannfærandi sigur á kanalausum Suðurnesjaköppum, voru 15 stigum yfir í hálfleik og kláruðu leikinn af öryggi, 77-100. Atkvæðamestir í liði Tindastóls voru Darrel Lewis og Jerome Hill en lykilatriðið var að Stólarnir höfðu yfirburði undir körfunni og tóku hátt í 20 fráköstum meira en heimamenn.
Meira

Grátlegt tap gegn KR í framlengdum leik

Skagfirðingar kepptu á þremur vígstöðvum í sjónvörpum landsmanna í gærkvöldi og máttu bíta í það súra epli að fara halloka á þeim öllum. Frammistaðan var hins vegar til mikillar fyrirmyndar og geta keppendur í Útsvari, The Voice og körfuboltalið Tindastóls borið höfuðið hátt þrátt fyrir svekkelsið. Tindastóll tapaði fyrir liði Íslandsmeistara KR í Vesturbænum eftir æsispennandi og að lokum framlengdan leik. Lokatölur 80-76.
Meira

Þrjár frá Tindastóli í æfingahóp yngri landsliða KKÍ

Þjálfarar yngri landsliða KKÍ hafa valið sína fyrstu æfingahópa fyrir verkefni næsta sumars og þar á meðal eru þrjár stúlkur frá Körfuknattleiksdeild Tindastóls. Þær eru Linda Þórdís B. Róbertsdóttir í U18 og Alexandra Ósk Guðjónsdóttir og Telma Ösp Einarsdóttir í U16.
Meira

Þóranna Ósk og Daníel Frjálsíþróttafólk UMSS 2015

Uppskeruhátíð frjálsíþróttafólks í Skagafirði var haldin í Miðgarði sl. laugardag, þann 28. nóvember. Þar var það frjálsíþróttafólk Skagafjarðar sem skarað hefur fram úr þetta árið heiðrað í öllum flokkum.
Meira