Íþróttir

Þóranna Ósk hlýtur afreksbikar - „Rós í hnappagat Skagfirðinga“

Eins og greint hefur verið frá hér á vefnum voru styrkir úr Menningarsjóði Kaupfélags Skagfirðinga afhentir sl. föstudag. Við sama tækifæri var afhentur afreksbikar, sem er farandbikar til minningar um Stefán Guðmundsson fv., stjórnarformann KS og konu hans Hrafnhildi Stefánsdóttur. Er þetta í fimmta skipti sem bikarinn er afhentur og í þetta sinn var það hin unga og efnilega Frjálsíþrottakonan Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir sem hlaut bikarinn.
Meira

Króksamót á morgun - Leikjaniðurröðun, riðlaskipting og liðsskipan

Sjötta Króksamót Tindastóls í körfubolta, fyrir iðkendur í 1.-6. bekk, verður haldið í Íþróttahúsinu á Sauðárkróki á morgun, laugardaginn 9. janúar. Mótið hefst kl: 10:00 og stendur til um kl. 15:00. „Að þessu sinnui er 14 lið sem mæta til keppni, tíu lið frá Tindastól og fjögur lið frá Þór Akureyri,“ segir í fréttatilkynningu.
Meira

Gott að byrja árið á sigri

Það er gömul lumma að halda því fram að jólasteikin flækist fyrir körfuboltamönnum í fyrsta leik eftir jól. Það virðist þó ýmislegt til í gömlum lummum því leikur Tindastóls og ÍR í Síkinu í kvöld var ekki til útflutnings. Stólarnir gerðu þó nóg til að eigna sér stigin tvö sem í boði voru. Lokatölur 79-68 eftir sterkar lokamínútur heimamanna.
Meira

Breiðhyltingar brölta í Síkið í kvöld

Körfuboltinn fer aftur af stað eftir jólafrí í kvöld, en þá mæta Breiðhyltingarnir í ÍR í Síkið og etja kappi við heimamenn í liði Tindastóls. Leikurinn hefst kl. 19:15 og vonandi verða Stólarnir straumlínulagaðir eftir fríið því nú er ekkert annað í spilunum en að hífa sig upp stigatöflu Dominos-deildarinnar.
Meira

Vinningsnúmer í jólahappdrætti frjálsíþróttadeildar

Frjálsíþróttadeild UMFT hefur nú dregið í jólahappdrættinu. Frjálsíþróttahópurinn þakkar fyrirtækjum og einstaklingum í Skagafirði fyrir góðar viðtökur og stuðninginn.
Meira

Arnþór Freyr hættir hjá Tindastóli

Arnþór Freyr Guðmundsson mun ekki leika með körfuknattleiksliði Tindastóls í seinni umferð Domino's deildarinnar. Samkvæmt fréttatilkynningu frá körfuknattleiksdeildinni tengist ákvörðunin ekki Arnþóri Frey sjálfum heldur megi rekja ákvörðunina til fjárhagsaðstæðna deildarinnar.
Meira

Almenningshlaup á gamlársdag

Á morgun, gamlársdag, verður almenningshlaup á Hvammstanga í boði fyrir þá sem vilja labba, skokka eða hlaupa í góðum félagsskap á síðasta degi ársins.
Meira

Ísólfur Líndal Íþróttamaður USVH 2015

Kjöri Íþróttamanns ársins hjá USVH var lýst í íþróttamiðstöðinni á Hvammstanga sl. mánudag, þar sem fram fór Staðarskálamótið í körfubolta 2015. Íþróttamaður USVH árið 2015 var kjörinn Ísólfur Líndal Þórisson hestaíþróttamaður frá Lækjamóti í Víðidal en hann hlaut 35 stig í kjörinu. Norðanátt.is greinir frá.
Meira

Gamlársdagshlaup 2015

Hið árlega Gamlársdagshlaup verður þreytt samkvæmt venju frá Íþróttahúsinu á Sauðárkróki á morgun síðasta degi ársins en lagt verður af stað klukkan 13:00. Vegalengdir að eigin vali, þó að hámarki 10 km. Allir eru hvattir til að taka þátt, fólk getur gengið, skokkað eða hjólað allt eftir eigin höfði.
Meira

Þóranna Ósk Íþróttamaður Skagafjarðar 2015

Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir frjálsíþróttakona úr Tindastóli var valinn Íþróttamaður Ungmennasambands Skagafjarðar UMSS 2015 í hófi sem haldið í Húsi frítímans á Sauðárkróki, sunnudaginn 27. desember. Hún var valinn einnig Íþróttamaður UMF Tindastólls 2015.
Meira