Íþróttir

Þóranna Ósk og Daníel Frjálsíþróttafólk UMSS 2015

Uppskeruhátíð frjálsíþróttafólks í Skagafirði var haldin í Miðgarði sl. laugardag, þann 28. nóvember. Þar var það frjálsíþróttafólk Skagafjarðar sem skarað hefur fram úr þetta árið heiðrað í öllum flokkum.
Meira

Stólarnir í stuði í Síkinu í gærkvöldi – sigur gegn Keflavík á FeykirTV

Tindastóll tók á móti toppliði Keflavíkur í Dominos-deildinni í körfubolta í gær og var heldur betur fjör í Síkinu þegar Stólarnir sigruðu Keflvíkinga, 97-91. Eins og segir í leiklýsingu sem birt var á Feyki.is í gærkvöldi mátti sjá leikgleðina sem einkenndi liðið síðasta vetur á ný og slenið sem hefur legið eins og mara yfir leikmönnum Stólanna í haust var á bak og burt.
Meira

Við erum búin að endurheimta Stólana okkar!

Tindastóll tók á móti toppliði Keflvíkur í Dominos-deildinni í körfubolta í kvöld og það var heldur betur fjör í sjóðheitu Síkinu. Slenið sem hefur legið eins og mara yfir leikmönnum Stólanna í haust var á bak og burt og nú kannaðist maður aftur við baráttuna og leikgleðina sem einkenndi liðið síðasta vetur. Keflvíkingar voru reyndar fullir af sjálfstrausti og spiluðu á köflum glimrandi körfubolta en í kvöld voru það heimamenn í Tindastóli sem bitu betur á jaxlinn þegar mestu máli skipti. Lokatölur 97-91.
Meira

Skagfirðingar á verðlaunapalli Bikarmóts IFBB

Bikarmót IFBB í fitness, vaxtarrækt og módelfitness fór fram um helgina. Um 90 keppendur kepptu á mótinu sem fór fram í Háskólabíói, þar á meðal voru tveir Skagfirðingar sem komust á verðlaunapall, þeir Gunnar Stefán Pétursson og Elmar Eysteinsson.
Meira

Úrslit helgarinnar í körfunni hjá yngri flokkum

Það var mikið um að vera í körfuboltanum um helgina. Stúlknaflokkur mætti Haukum á Sauðárkróki og biðu lægri hlut fyrir gestunum, 51:71. Unglingaflokkur kvenna tók á móti Þór Akureyri og þar biðu heimastúlkur einnig lægri hlut, 61:73. Þá var törnering hjá 7. flokki stúlkna þar sem þær léku með Þór Akureyri.
Meira

Góður sigur Kormáks gegn Grundarfirði

Kormákur fékk Grundarfjörð í heimsókn sl. sunnudag en liðin leika bæði í 3. deild. Samkvæmt vef Umf. Kormáks var jafnræði með liðunum í leiknum, gestirnir leiddu naumlega nær allan leikinn en Kormáksmenn sem báru þó sigur úr býtum. Ágætis mæting var á pallana og þar á meðal var heil hersveit af trommurum, sem heldur betur lét heyra í sér, samkvæmt vefnum.
Meira

Fjögur lið frá Sauðárkróki í Metabolicleikunum

Laugardaginn 14. nóvember hittust yfir 100 Metabolic iðkendur af landinu öllu á Selfossi og kepptu í líkamlegu hreysti og sendi Þreksport á Sauðárkróki fjögur lið til leiks. Á vef Þreksports segir að Metabolic æfingakerfið hafi verið kennt í Þreksport á Sauðárkróki um allnokkurt skeið undir handleiðslu þjálfaranna Guðrúnar Helgu og Friðriks, og njóti mikilla vinsælda.
Meira

Knattspyrnuiðkendur hjá Tindastóli klæðast endurskinsvestum

Nú eru fótboltaiðkendur á Sauðárkróki farnir að huga að næsta sumri og æfingar komnar á fullt. Æfingar eru víðsvegar og t.d. er töluvert um útihlaup. Í fréttatilkynningu frá Tindastól segir að VÍS á Sauðárkróki og knattspyrnudeild Tindastóls hafa sammælst um að allir iðkendur noti endurskinsvesti í þessum hlaupum, enda birtan ekki upp á það besta á þessum tíma.
Meira

Stólarnir náðu ekki að stela stigunum í Stykkishólmi

Tindastóll tapaði fjórða leik sínum í Dominos-deildinni í gærkvöldi þegar strákarnir lutu í parket í Stykkishólmi. Snæfellingar náðu undirtökunum strax í byrjun og Stólarnir voru að elta skottið á þeim það sem eftir lifði leiks. Lokamínúturnar voru æsispennandi en Tindastólsmenn höfðu ekki erindi sem erfiði, lokatölur 94-91.
Meira

Góður árangur 9. flokks drengja í Tindastóli

Nú um helgina fór fram á Sauðárkróki körfubolta-turnering í B-riðli hjá 9. flokki drengja. Fimm lið tóku þátt en það voru lið Breiðabliks, Njarðvíkur, Skallagríms, Tindastóls og Vals. Lið Tindastóls hafði nýverið unnið sig upp um riðil og er óhætt að segja að drengirnir hafi komið skemmtilega á óvart og náðu skínandi árangri, enduðu í öðru sæti riðilsins.
Meira