Fljótamót orðið næststærsta skíðagöngumót landsins
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
22.03.2016
kl. 13.19
Skíðagöngumót í Fljótum, sem haldið var í fyrsta sinn á skírdag 2014, undir yfirskriftinni Fljótamót, er nú orðið að árvissum viðburði. Er það þegar orðið næststærsta skíðagöngumót landsins, og aðeins hin rótgróna Fossavatnsganga á Ísafirði sem dregur til sín fleiri keppendur, að því er haft var eftir Birni Z. Ásgrímssyni, einum af forsvarsmönnum mótsins, í Morgunblaðinu í gær.
Meira