Annar leikurinn í einvígi Tindastóls og Hauka í Síkinu í kvöld - grillborgarar fyrir leik
Annar leikurinn í einvígi Tindastóls og Hauka í Dominos-deildin karla í körfu fer fram í Íþróttahúsinu á Sauðárkróki í kvöld. Fyrsti leikurinn fór fram sl. sunnudag og voru úrslit Haukum í vil. Í kvöld munu Stólarnir verja Síkið með kjafti og klóm og koma sér almennilega inn í einvígið með sterkum sigri.
Boðið verður upp á þá nýjung, sem fjáröflun fyrir körfuknattleiksdeildina, að selja hamborgara fyrir leikinn. Sauðárkróksbakarí gefur brauðið og KS gefur kjöt og meðlæti.
Kveikt verður undir grillinu fyrir utan íþróttahúsið skömmu fyrir kl. 18 og verður því hægt að gæða sér á gómsætum grillborgara fyrir leikinn. Um sannkallað hamborgaratilboð er að ræða, borgarinn kostar einungis 800 kr., grillborgari og gos er á 1000 kr.
Það er skyldumæting fyrir stuðningsmenn Stólanna í Síkið í kvöld - Áfram Tindastóll!!!
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.