Íþróttir

Rúnar Már valinn í landsliðshópinn á EM

Lars Lagerback og Heimir Hallgrímsson kynntu í dag landsliðshóp Íslands sem fer á EM í Frakklandi í sumar. Í hópnum er 25 ára gamall Skagfirðingur, Rúnar Már Sigurjónsson, sem leikur með liði Sundsvall í Svíþjóð.
Meira

Mögnuð endurkoma Tindastóls í Borgunarbikar kvenna

Kvennalið Tindastóls átti magnaða endurkomu á Seltjarnarnesi í gær þar sem þær heimsóttu Gróttu og sigruðu 3-2. Í leikhléi var Grótta yfir 2-0 en gestirnir tóku leikinn yfir í síðari hálfleik og skoruðu þrjú mörk. Kolbrún Ósk Hjaltadóttir átti tvö þeirra en Snæbjört Pálsdóttir eitt.
Meira

Átta ungir leikmenn semja við körfuknattleiksdeild Tindastóls

Í tilkynningu sem stjórn körfuknattleiksdeildar Tindastóls sendi frá sér nú undir kvöldið er sagt frá því að í dag skrifuðu átta leikmenn undir samning um að leika með liði Tindastóls á næsta keppnistímabili. Þar á meðal eru Pétur Birgisson, Viðar Ágústsson og Hannes Másson.
Meira

Frábær árangur á Íslandsmóti yngri flokka

Júdódeild Tindastóls átti þrjá keppendur á Íslandsmóti yngri flokka í júdó sem haldið var í Laugabóli, hjá júdódeild Ármanns í Reykjavík, 30. apríl síðastliðinn.
Meira

Stólarnir áfram í Borgunarbikarnum

Fyrsti alvöruleikur knattspyrnuvertíðarinnar hjá Tindastóli fór fram í gær en þá léku strákarnir við lið Dalvíkur/Reynis í Borgunarbikar karla. Leikið var á gervigrasvelli KA-manna þar sem rétt eins og Sauðárkróksvöllur þá er völlurinn á Dalvík ekki tilbúinn fyrir upphaf fótboltasumarsins.
Meira

Íslandsmeistaramót í ísbaði á Sauðárkróki á morgun

Á morgun, miðvikudag, verður haldið Íslandsmeistaramót í ísbaði í sundlaug Sauðárkróks. Áður en keppni hefst mun Benedikt S. Lafleur kynna meistararitgerð sína um heilsugildi kuldameðferða í vatni og víxlbaða.
Meira

Árskóli í 10. sæti í Skólahreysti

Tólf skólar mættust í úrslitakeppni Skólahreysti í Laugardalshöll á miðvikudagskvöldið og var keppnin sýnd í beinni útsendingu á RÚV. Árskóli á Sauðárkróki hreppti 10. sætið í keppninni, en 114 skólar hófu keppni í haust.
Meira

Björgvin Hafþór til liðs við Tindastól

Það er skammt stórra högga á milli hjá Tindastólsmönnum í körfunni. Eins og áður hefur verið sagt frá þá hafa Stólarnir samið við Jou Costa um áframhaldandi þjálfun liðsins næsta vetur og Chris Caird hefur skrifað undir tveggja ára samning. Nú hefur Björgvin Hafþór Ríkharðsson, leikmaður ÍR undanfarin tímabil, skrifað undir árssamning við körfuknattleiksdeild Tindastóls og spilar því með liðinu næsta vetur.
Meira

Ísmaðurinn 2016

Skíðasvæðið í Tindastól efnir til keppni um Ísmanninn 2016 sem haldin verður laugardaginn 30. apríl. Um er að ræða ögrandi áskorun fyrir hressa fjallagarpa og verða vegleg verðlaun í boði. Keppt verður í svigi og hlaupum.
Meira

Körfuknattleiksdeild Tindastóls krækir í Chris Caird

Christopher Caird er búinn að skrifa undir tveggja ára samning við körfuknattleiksdeild Tindastóls og mun því spila með Stólunum næstu tvö tímabil. Caird, sem er breskur, kemur frá FSu á Selfossi þar sem hann var í hörkuformi framan af vetri en hann meiddist nú eftir áramótin.
Meira