Pétur Rúnar með 7 stig í stórsigri Íslands

Pétur Rúnar númer 7. Mynd: ÍSÍ.
Pétur Rúnar númer 7. Mynd: ÍSÍ.

Það var mikil stemmning hjá áhorfendum í körfuboltahöllinni í gærkvöldi þegar karlalandslið San Marínó mætti karlalandsliði Íslands á Smáþjóðaleikunum sem nú standa yfir einmitt í San Marínó. Skagfirðingurinn og Tindastólskappinn, Pétur Rúnar Birgisson, er í liði Íslands sem sigraði með 42 stigum, 95:53.

Stigahæstur í íslenska liðinu var Tryggvi Snær Hlinason en hann skoraði 15 stig og tók 10 fráköst. Kristófer Acox skoraði 13 stig, Jón Axel Guðmundsson 11, Kári Jónsson 10, Matthías Orri Sigurðarson 9, Þórir Þorbjarnarson 9, Pétur Rúnar Birgisson 7, Kristinn Pálsson 7, Ólafur Ólafsson 6, Gunnar Ólafsson 4, Maciej Baginski 3 og Emil Karel Einarsson 1.

Íslenska liðið er með einn sigur og eitt tap á Smáþjóðaleikunum, en Ísland tapaði fyrir Kýpur í fyrsta leik í fyrradag 71 - 57. Ísland leikur gegn Andorra í dag og hefst hann klukka15:00. Hægt er að fylgjast með gangi mála HÉR

 

Íslendingar unnu alls til 12 verðlauna í gær, fengu 7 gull, 1 silfur og 4 brons. Ísland er nú með 13 gull, 4 silfur og 10 brons og í 2. sæti á verðlaunatöflunni með samtals 27 verðlaunapeninga. Lúxemborg er í fyrsta sæti með 45 verðlaunapeninga.

Skipt eftir íþróttagreinum fékk Ísland 4 gull, 1 silfur og 3 brons í sundi, 1 gull í skoti og 2 gull og 1 brons í júdó.

Myndir frá Smáþjóðaleikunum má sjá á myndasíðu ÍSÍ.

Vefsíðu Smáþjóðaleikanna 2017 má sjá HÉR.

ÍSÍ er með Snapchat, isiiceland.

Einnig er vert að skoða smáforrit Smáþjóðaleikanna 2017.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir