Fara í næsta leik til að vinna

Pétur Rúnar í Tindastólstreyjunni í vetur.
Mynd: PF.
Pétur Rúnar í Tindastólstreyjunni í vetur. Mynd: PF.

Karlalandsliðið í körfubolta tapaði á móti Andorra í gær 83:81 á Smáþjóðaleikunum í San Marínó. Liðið hefur keppt þrjá leiki og er með tvö töp og einn sigur. Ísland leikur gegn Lúxemborg í dag kl. 17:30 og Svartfjallalandi á morgun kl. 15:00.

Pétur Rúnar Birgisson leikmaður landsliðsins segist hafa það mjög fínt þrátt fyrir tap, en liðið er á flottum stað og í fínum hita, eins og hann orðar það. „Við vorum bara klaufar að vinna ekki leikinn, vorum yfir með 7 stig þegar einhverjar 5 mínútur voru eftir en skoruðum bara ekki í tvær mínútur. Við misstum aðeins fókus í vörninni í leiðinni og það varð okkur að falli,“ sagði Pétur í samtali við Feyki fyrr í dag. Hann segir að menn hafi orðið örlítið  svekktir í gær en það sé bara að fara í næsta leik og vinna hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir