Íþróttir

Stólastúlkur stóðu í Blikum í Mjólkurbikarnum

Lið Breiðabliks og Tindastóls mættust í kvöld í Mjólkurbikarnum og var leikið í Kópavogi. Blikar voru töluvert sterkari aðilinn í leiknum en gekk illa að hrista af sér baráttuglaðar Stólastúlkur. Heimaliðið gerði þó mark í sitt hvorum hálfleik en Murr minnkaði muninn seint í leiknum og þar við sat. Lið Tindastóls er því úr leik í bikarnum en lokatölur 2-1.
Meira

Sigurður Þorsteinsson semur við körfuknattleiksdeild Tindastóls

Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur samið við Sigurð Þorsteinsson um að leika með liðinu næsta tímabil. Sigurð þarf vart að kynna þeim sem fylgjast með körfubolta en hann hefur mikla reynslu bæði innanlands sem erlendis. Í vetur lék Sigurður með liði Hattar á Egilsstöðum sem, eftir ágæta frammistöðu, féll um deild með 14 stig, fjórum stigum frá Tindastól sem náði inn í úrslitakeppni með 18 stig.
Meira

Sterk þrjú stig í pott Húnvetninga

Leikmenn Kormáks Hvatar bættu þremur stigum í pottinn þegar þeir mættu Úlfunum á Framvellinum í Reykjavík í gær. Bæði lið höfðu unnið einn leik og tapað öðrum í ansi jöfnum D-riðli 4. deildar og því mikilvægt fyrir bæði lið að sækja þrjú stig og koma sér betur fyrir á stigatöflunni. Húnvetningar skoruðu snemma leiks og þar við sat, lokatölur 0-1.
Meira

Stigaskipti og strigakjaftur á Sauðárkróksvelli

Lið Tindastóls og Augnablika mættust í hörkuleik í dag í 3. deildinni en leikið var á Sauðárkróksvelli. Heimamenn tóku forystuna snemma leiks en gestirnir jöfnuðu metin í upphafi síðari hálfleiks og þrátt fyrir mikil átök tókst hvorugu liðinu að gera sigurmarkið og skildu því jöfn. Lokatölur 1-1.
Meira

Akureyringar með rothögg á lokasekúndunni

Meiri verður dramatíkin varla á fótboltavellinum en í kvöld þegar lið Tindastóls og Þórs/KA mættust á Sauðárkróksvelli. Lið Tindastóls leiddi lengstum í leiknum en gestirnir tóku yfir leikinn í síðari hálfleik, jöfnuðu metin þegar um 20 mínútur voru eftir og gerðu síðan sigurmarkið bókstaflega með síðasta sparki leiksins – rothögg um leið og bjallan klingdi! Svekkjandi úrslit fyrir Stólastúlkur en kannski má segja að sigur Þórs/KA hafi verið sanngjarn að þessu sinni. Lokatölur 1-2.
Meira

Íþrótta- og tómstundastarf á Blönduósi í sumar

Það verður nóg um að vera á Blönduósi í sumar þegar það kemur að íþróttum og tómstundum og hefur Blönduósbær gefið út bækling á vef sínum þar sem inniheldur upplýsingar um íþrótta- og tómstundastarf á Blönduósi sumarið 2021.
Meira

Styrktarmót GSS til styrktar kvennaliði Tindastóls í knattspyrnu

Á föstudaginn næsta, 28. maí mun GSS standa fyrir skemmtimóti í golfi til styrktar og stuðnings meistaraflokki kvenna í knattspyrnu sem nú spilar í fyrsta sinn í sögu Tindastóls í efstu deild.
Meira

Grátlegar lokamínútur og Stólarnir komnir í frí

Keflvíkingar sendu Tindastólsmenn í sumarfrí í dag þegar þeir unnu þriðja leikinn í einvígi liðanna og sópuðu Stólunum þar með út úr Sláturhúsinu og alla leið norður í Skagafjörð. Enn og aftur mætti segja að lið Tindastóls hafi fallið um sjálft sig; var sex stigum yfir þegar tvær og hálf mínúta var eftir en lokasóknir liðsins voru grátlegar þar sem liðið tapaði boltanum fjórum sinnum á síðustu tveimur mínútum leiksins og missti heimamenn fram úr. Tímabilið í hnotskurn – eins og einn höfðinginn orðaði það. Lokatölur 87-83 fyrir Keflavík.
Meira

Öruggur sigur Kormáks Hvatar

Lið Kormáks Hvatar tók á móti Vængjum Júpíters á Sauðárkróksvelli í dag í D-riðli 4. deildar. Leikurinn var bráðfjörugur og útlit fyrir að Húnvetningar séu til alls líklegir í sumar. Þeir voru 3-1 yfir í hálfleik, komust síðan í 4-1 en gestirnir löguðu stöðuna örlítið undir lokin og úrslitin því 4-2.
Meira

Elliði lagði Stólana

Tindastóll spilaði annan leik sinn í 3. deildinni í knattspyrnu í dag en leikið var á Würth vellinum í Árbænum . Mótherjinn var lið Elliða sem er b-lið Fylkis og það var heimamenn sem náðu að knýja fram sigur undir lokin. Lokatölur 1-0 og Stólarnir enn án stiga í Íslandsmótinu.
Meira