Íþróttir

Fýluferð í Þorlákshöfn

Strákarnir í Tindastóll lögðu leið sína í Þorlákshöfn síðastliðið miðvikudagskvöld þar sem að þeir steinlágu fyrir heimamönnum í Ægi, 3:1. Blaðamaður Feykis var ekki á vellinum og sá ekki leikinn, en samkvæmt heimildamönnum hans voru Stólarnir ekki síðri aðilinn í leiknum og hefði leikurinn hæglega getað fallið með þeim. 
Meira

Margrét Rún valin í U16 ára landsliðshópinn

Jörundur Áki Sveinsson, landsliðsþjálfari U16 kvenna í fótbolta, hefur valið 26 leikmenn frá 13 félögum til að taka þátt í æfingum á Selfossi í næstu viku og er Margrét Rún Stefánsdóttir, markmaður 3. flokks Tindastóls, þar á meðal.
Meira

Ísak Óli og Sveinbjörn Óli valdir í landsliðið fyrir Evrópubikar landsliða í frjálsum íþróttum

Evrópubikar landsliða verður haldin dagana 19.-20. júní í Stara Zagora í Búlgaríu. Ísland er í annarri deild ásamt tólf öðrum löndum. Skagfirðingirnir Ísak Óli Traustason og Sveinbjörn Óli Svavarsson eru á meðal þeirra sem valdnir eru í landsliðhópinn.
Meira

Ísak Óli Íslandsmeistari í grindahlaupi

95. meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum fór fram á Akureyri um helgina. Aðstæður voru krefjandi fyrir keppendur mótsins en áður hafði verið tekin ákvörðun um að allt mótið færi fram á laugardegi en samkvæmt veðurspá átti að vera óvenjulega kalt á sunnudeginum. Þeirri ákvörðun var hinsvegar snúið við til að fylgja reglugerð og að allur árangur á mótinu yrði löglegur. Aðstæður voru því erfiðar miðað við árstíma en það meðal annars snjóaði á mótinu.
Meira

Fjórði sigurleikur Kormáks/Hvatar í röð

Kormákur/Hvöt sigraði sinn fjórða leik í röð þegar að þeir lögðu lið Breiðhyltinga, KB, af velli í Blönduósi á laugardaginn. Leikurinn fór 3:1 fyrir heimamönnum en þeir skoruðu öll sín þrjú mörk á fyrsta hálftíma leiksins. KB menn minnkuðu síðan muninn um miðjan seinni hálfleik en það dugði ekki til. 
Meira

Tindastólsdrengir fundu taktinn

Tindastólsdrengir náðu í sinn fyrsta sigur í dag þegar að þeir sigruðu lið KH úr Hafnafirði 4:0. Leikurinn fór fram á Sauðárkróki. Með sigrinum kom Tindastóll sér úr fallsæti í 3. deildinni en ÍH situr áfram á botni deildarinnar. 
Meira

Stólastúlkur lágu í Árbænum

Fylkir sigraði leikinn 2:1 en Tindastóll skoraði eina mark sitt í lok leiks og hleypti smá spennu í leikinn, en allt kom fyrir ekki. Tindastóll vermir botnsæti deildarinnar með 4 stig og Fylkir er einu sæti fyrir ofan þær með 5 stig.
Meira

Lína íþróttakennari í Varmahlíðarskóla í Taktíkinni á N4

Sigurlína Hrönn Einarsdóttir eða Lína eins og hún er yfirleitt kölluð, verður gestur Rakelar Hinriksdóttur í Taktíkinni á N4 mánudagskvöldið 14. júní næstkomandi. Lína hefur starfað sem íþróttakennari við Varmahlíðarskóla til fjölda ára með góðum árangri en meðal annars hefur Varmahlíðarskóli komist sjö sinnum í úrslit Skólahreysti á undanförnum níu árum undir handleiðslu hennar.
Meira

Jaka Brodnik kveður Krókinn

Körfuknattleiksdeild Keflavíkur greindi frá því í gær  að búið væri að semja við Jaka Brodnik um að leika með liði Keflavíkur næstu tvö tímabil. Jaka hefur leikið með liði Tindastóls undanfarin tvö ár við góðan orðstír en hann kom til liðsins frá Þór Þorlákshöfn  samhliða Baldri Þór Ragnarssyni, þjálfara Stólanna fyrir tímabilið 2019-2020 en þeir höfðu starfað saman hjá Þór Þorlákshöfn tímabilið á undan og slógu lið Tindastóls grátlega úr leik í 8-liða úrslitum í úrslitakeppni Dominos deildarinnar 2019.
Meira

UMSS óskar eftir upplýsingum um félagsstörf, tómstundir og íþróttir í Skagafirði

Ungmennasamband Skagafjarðar (UMSS) er að vinna að nýju verkefni sem á að auðvelda íbúum Skagafjarðar að kynna sér hvaða félagsstörf, tómstundir og íþróttir eru í boði í Skagafirði fyrir allan aldur. UMSS vill auðvelda íbúum að finna þessar upplýsingar á einum stað, og fyrirhugað er að upplýsingarnar verði birtar á vefnum og/eða prentaðri útgáfu haustið 2021.
Meira