Íþróttir

Jafnt í jöfnum leik í sunnanbáli á Króknum

Tindastóll og Selfoss mættust í kvöld í Pepsi Max deildinni í knattspyrnu en bæði lið vildu krækja í stigin þrjú; Selfoss til að koma sér betur fyrir í toppbaráttunni en Stólastúlkur til að bæta stöðu sína í hinni baráttunni. Það fór svo að lokum að liðin skildu jöfn en hvorugu tókst að koma boltanum í markið enda lítið um góð marktækifæri og aðstæður ansi strembnar.
Meira

Javon Bess til liðs við Tindastól

Körfuknattleikisdeild Tindastóls hefur samið við Bandaríkjamannin Javon Bess um að leika með líðinu næsta tímabil, 2021-2022. Javon er 25 ára gamall framherji (G/F), 198 sm á hæð en hann lék til 2019 með St. Louis háskólanum í Atlantic 10 háskóla-deildinni sem er mjög sterk 1. deildar háskóladeild í NCAA. Javon Bess tók þátt í NBA nýliðavali 2019 en var ekki valinn.
Meira

Hús Bryndísar varð fyrir aurskriðu - Spilar að sjálfsögðu leikinn í dag

Eins og flestum er kunnugt féll aurskriða í Varmahlíð á tvö hús á Laugavegi og tók hluta úr veginum á Norðurbrún með sér. Bryndís Rut Haraldsdóttir, fyrirliði kvennaliðs Tindastóls, býr í öðru húsinu sem varð fyrir skriðunni en var sem betur fer ekki heima þegar skriðan féll. Tindastóll tekur á móti liði Selfoss í Pepsi Max deilda kvenna á Sauðárkróki í dag og sagði Bryndís í samtali við Feyki að hún ætli að sjálfsögðu að spila þann leik og hvetur alla til að mæta á völlinn.
Meira

Guðni hvetur stuðningsmenn Stólastúlkna til að fjölmenna á völlinn í kvöld

Það verður spilað í Pepsi Max deildinni á Sauðárkróksvelli í kvöld en lið Tindastóls og Selfoss mætast kl. 18:00 í mikilvægum leik fyrir bæði lið. Selfoss þarf að sigra til að koma sér upp að hlið Vals og Breiðabliks í efstu sætum deildarinnar en lið Tindastóls, sem nú vermir botninn, gæti með sigri komist upp að stórum hópi liða sem berst fyrir sæti sínu í deildinni. Feykir heyrði hljóðið í Guðna Þór Einarssyni í þjálfarateymi Tindastóls í morgun.
Meira

Taiwo Badmus til liðs við Tindastólsmenn

Í gær greindi Feykir frá því að Sigtryggur Arnar hefði skrifað undir árssamning við lið Tindastóls og í dag getum við sagt frá því að körfuknattleiksdeild Tindastóls hafi sömuleiðis samið við Taiwo Badmus um að leika með liðinu næsta tímabil. Samkvæmt tilkynningu frá Stólunum er Taiwo 28 ára gamall, 200 sm á hæð og mikill íþróttamaður.
Meira

Margrét Rún valin í lokahóp U16 fyrir Norðurlandamót

Margrét Rún Stefánsdóttir, leikmaður meistaraflokks Tindastóls kvenna, hefur verið valin í 20 manna lokahóp U16 landsliðsins fyrir Norðurlandamót sem fram fer dagana 4-13 júlí nk. í Kolding í Danmörku.
Meira

Víðismenn stálu stigi gegn lánlausum Stólum

Lið Tindastóls og Víðis í Garði mættust í 3. deildinni á Króknum í kvöld í leik sem átti að fara fram sl. föstudag en var frestað vegna hvassviðris. Leikurinn fór fram við fínar aðstæður í kvöld og var lengstum fjörugur. Heimamenn sýndu ágætan leik en voru hálfgerðir kettlingar upp við mark andstæðinganna en svo fór að lokum að liðin skiptu stigunum á milli sín. Lokatölur 2–2 og enn eitt svekkelsið fyrir lánlaust lið Tindastóls staðreynd.
Meira

Landsliðsmaðurinn Sigtryggur Arnar til liðs við Tindastól

Lið Tindastóls heldur áfram að stykja sig fyrir körfuboltaveturinn næsta því nú rétt í þessu barst Feyki tilkynning frá körfuknattleiksdeild Tindastóls þar sem sagt er frá því að samið hafi verið við Sigtrygg Arnar Björnsson fyrir örfáum mínútum um að spila heima í Skagafirði næsta tímabil. Það eru sannarlega ánægjuleg tíðindi og ljóst að Stólarnir ætla sér aftur í toppbaráttuna því auk Arnars hefur Sigurður Þorsteinsson þegar samið við lið Tindastól.
Meira

Steinullarmótið heppnaðist með glæsibrag

Steinullarmótið í knattspyrnu, ætlað stúlkum í 6. flokki, fór fram á Sauðárkróki nú um helgina. Sunnanstormur setti strik í reikninginn á föstudag og varð til þess að mótið hófst nokkrum tímum síðar en til stóð svo keppendur ættu kost á að skila sér á Krókinn í skaplegu veðri. Boltinn fór að rúlla kl. 15:30 á laugardag í sjóðheitri og skaplegri sunnanátt, um kvöldið var vel heppnuð kvöldvaka í íþróttahúsinu og síðan fór fótboltinn aftur í gang snemma á sunnudagsmorgni.
Meira

Steinullarmótið fer senn að hefjast í sól og sumarblíðu

Steinullarmótið í knattspyrnu sem ætlað er stúlkum í 6. flokki hefst kl. 15:30 í dag en snarpur suðvestanskellur gerði þátttakendum og þeim sem fylgdu erfitt fyrir í gær. Nú er veður hins vegar orðið þrusugott þó enn blási nú aðeins af suðri og hitinn nálægt 20 gráðunum. Það er því aðeins beðið eftir að síðustu liðin skili sér á Krókinn en samkvæmt upplýsingum frá Helga Margeirs, mótsstjóra, þá hafa engin lið boðað forföll.
Meira