Íþróttir

Jan Bezica nýr þjálfari meistaraflokks kvenna í körfubolta og yfirþjálfari yngri flokka

Nú á dögunum undirrituðu þeir Jan Bezica og Sævar Már Þorbergsson, formaður Unglingaráðs körfuknattleiksdeildar Tindastóls undir samning þar sem að Jan tekur við af Baldri Þór sem yfirþjálfari yngri flokka körfuknattleiksdeildar Tindastóls næsta árið. Einnig skrifaði Jan undir nýjan samning við Körfuknattleiksdeildar Tindastóls en hann tekur við þjálfun meistaraflokks kvenna næsta tímabil. 
Meira

Hver er maðurinn?

Eitt sinn fór Rúnar Már Sigurjónsson í hver er maðurinn með Konna (Konráð Þorleifsson) frænda sínum í einni rútuferðinni þegar að Rúnar spilaði með Tindastóli og það gekk svolítið erfiðlega að finna út úr því hver maðurinn var. Hugi Halldórsson, Króksari, greindi frá þessari sögu í hlaðvarpsþætti sínum Fantasy Gandalf í janúar 2020 en þá fékk hann Rúnar Má í spjall.
Meira

Fisk Seafood gefur ungum körfuboltaiðkenndum peysur

Mánudaginn 31. maí fór fram uppskeruhátíð körfuboltaiðkennda Tindastóls í fyrsta til sjötta Bekk og föstudaginn 4. júní fór fram uppskeruhátíð iðkennda í sjöunda til tíunda bekk. Veittar voru þátttökuviðurkenningar ásamt því að Fisk Seafood gaf öllum iðkendum peysur merktar Tindstól frá Jako.
Meira

Kormákur/Hvöt á sigurbraut í fjórðu deildinni

Kormákur/Hvöt lagði leið sína í Fagralundinn í Kópavogi Laugardagskvöldið 5. Júní sl. þar sem að liða Vatnalilja tók á móti þeim í D-riðli 4. Deildarinnar. Leikurinn endaði 1:2 fyrir Kormák/Hvöt.
Meira

5-0 tap gegn sterkum Völsurum

Tindastóll tók á móti vel skipuðu Valsliði í Pepsí Max deild kvenna á Sauðárkróki í gær og mættust liðin sem spáð er annars vega efsta sætinu og því neðsta samkvæmt Fótbolti.net. Ekki er hægt að segja að leikurinn hafi verið jafn þar sem Valur réði ferðinni allan tímann en heimastúlkur vörðust vel og áttu nokkrar góðar sóknir og tækifæri til að skora.
Meira

Nýja stúkan opnuð formlega á morgun og frítt á völlinn

Það verður gleði á Sauðárkróksvelli á morgun, laugardaginn 5. júní, en þá fer fram formleg opnun á nýrri áhorfendastúku við gervigrasvöllinn. Stúkan verður opnuð kl. 15:30 en kl. 16:00 hefst síðan leikur Tindastóls og Vals í Pepsi Max deild kvenna og í tilefni af stúkuopnuninn verður frítt á völlinn í boði knattspyrnudeildar Tindastóls.
Meira

Getulausir Stólar á Dalvík

Strákarnir í Tindastól skelltu sér yfir á Dalvík í gær þar sem heimamenn í Dalvík/Reyni tóku á móti þeim í fimmtu umferð þriðju deildarinnar. Dallasmenn skoruðu þrjú mörk í leiknum en Stólastrákar núll. Tindastóll er á botni þriðju deildarinnar með eitt stig en Dalvík í því fjórða með átta stig.
Meira

„Sennilega mesti hlutfallslegi vöxtur golfklúbbs á Íslandi“

„Þátttaka á nýliðanámskeiði GSS í fyrra sló öll met, en metið var slegið aftur núna,“ segir Kristján Bjarni Halldórsson, formaður Golfklúbbs Skagafjarðar. Kennt er í þremur hollum á mánudögum og fimmtudögum og segir Kristján að yfir 40 nýliðar hafi bæst í hóp golfáhugamanna klúbbsins.
Meira

Reynt verður að reisa nýja áhorfendastúku fyrir leik helgarinnar

Loksins hyllir undir það að áhorfendastúka verði reist við gervigrasvöllinn á Sauðárkróki þar sem hún var afgreidd úr tolli fyrr í dag. Nokkuð er síðan undirbúningsvinnu við jarðveg og undirstöður lauk en töf varð á afhendingu vegna framleiðslugalla sem kom í ljós áður en hún var send til Íslands.
Meira

Formannsskipti hjá knattspyrnudeild Tindastóls

Sunna Björk Atladóttir hefur tekið við sem formaður knattspyrnudeildar Tindastóls eftir að Sigurður Halldórsson baðst lausnar á fundi deildarinnar í gær. Sigurður mun samt sem áður verða viðloðandi fótboltann áfram þar sem hann mun færa sig yfir í meistararáð karla.
Meira