Íþróttir

Tindastólsmenn láta hendur standa fram úr ermum og það er leikur í kvöld!

Það er alltaf líf og fjör á Facebook-síðunni Skín við sólu og fólk duglegt við að pósta myndum og ýmsu efni þangað inn. Nú um helgina var síðuhaldarinn, Ómar Bragi, með símann á lofti og náði meðal annars að mynda liðsmenn Tindastóls í körfunni sem unnu við gluggahreinsanir í haustblíðunni.
Meira

Ofurspenntir krakkar á Króksamóti

Króksamót Tindastóls var haldið í Síkinu á laugardaginn og var þetta í tíunda skipti sem þetta mót var haldið. Um 150 krakkar, bæði stelpur og strákar, tóku þátt og voru þátttakendur að þessu sinni að koma frá Þór Akureyri, Samherja Eyjarfjarðasveit, Smáranum Varmahlíð, Fram Skagaströnd, Hvöt Blönduósi og Tindastól Sauðárkróki.
Meira

Bjóst alltaf við hörkuleik

Einn af skrítnustu körfuboltaleikjum sem fram hafa farið í Síkinu á Sauðárkróki var háður síðasta fimmtudag þegar Tindastól tók á móti Breiðabliki í Subway deildinni en um hörku leik var að ræða með miklar sveiflur beggja liða. Eftir að hafa kitlað met um flest stig skoruð í fyrri hálfleik misstu Stólarnir flugið og máttu teljast heppnir að landa sigrinum í lokin. Breiðabliki var ekki spáð góðu gengi hjá forráða- og leikmönnum Subway-deildarinnar fyrir tímabilið en Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Stóla, segist alltaf hafa búist við hörkuleik.
Meira

Sigur Stólastúlkna eftir sveiflu í Síkinu

Enn flæktist þriðji leikhlutinn fyrir Stólastúlkum þegar þær tóku á móti liði Snæfells í 1. deild kvenna nú á laugardaginn. Sem betur fer spilaði liðið nógu vel í hinum þremur leikhlutunum og náðu að stöðva Sianni Amari Martin á síðustu mínútum leiksins en hún gerði aðeins 51 stig í leiknum fyrir gestina og virtist ætla að stela stigunum fyrir Stykiishólmsliðið. Síðustu mínútur leiksins náðu heimastúlkur að snúa leiknum sér í hag og sigruðu 87-77 og það ekki síst fyrir geggjaðan leik hjá Maddie okkar Sutton sem gerði 33 stig og tók 32 fráköst! Hvaða rugl er það?
Meira

Skallagrímur fann enga höfuðlausn gegn herskáum Skagfirðingum

Lið Skallagríms og Tindastóls mættust í VÍS-bikarnum í körfubolta í Fjósinu í Borgarnesi í kvöld. Borgnesingar spila í 1. deildinni í vetur líkt og undanfarin tímabil og þeir sáu aldrei til sólar gegn liði Tindastóls í kvöld. Lokatölur voru 61-112 og Stólarnir því komnir í 16 liða úrslitin.
Meira

Lið KR fór illa með Stólastúlkur í þriðja leikhluta

Kvennalið Tindastóls í körfunni heimsótti lið KR á Meistaravelli í gærkvöldi í 1. deildinni. Leikurinn fór ágætlega af stað og lið Tindastóls tveimur stigum yfir að loknum fyrri hálfleik. Heimastúlkur bitu hinsvegar duglega frá sér í þriðja leikhluta og náðu góðri forystu fyrir lokafjórðunginn. Stólastúlkur sýndu karakter og náðu að klóra í bakkann en lokatölur voru 80-71 fyrir KR.
Meira

Átta Stólastúlkur komnar með samning fyrir næsta sumar

Hjá Knattspyrnudeild Tindastóls er nú unnið að því að semja við leikmenn fyrir næsta keppnistímabil. Nú hafa átta stúlkur skrifað undir samning um að leika áfram með liði Tindastóls næsta sumar en liðið tekur þátt í 1. deild kvenna undir stjórn nýráðins þjálfara, Donna Sigurðssonar. Um er að ræða sex heimastúlkur og tvær bandarískar, sem þarf nú hvað úr hverju að fara að tala um sem heimastúlkur, en það eru Murr og Amber.
Meira

Siggi tendraði Tindastólspúðrið

Það var boðið upp á allt (nema góða skotnýtingu) þegar gömlu erkifjendurnir, KR og Tindastóll, mættust á Meistaravöllum í Subway-deildinni í gærkvöldi. Stuðningsmenn Tindastóls fjölmenntu að sjálfsögðu og studdu sína menn af fítonskrafti og ekki veitti af því leikurinn var æsispennandi, liðin skiptust þrettán sinnum á um að hafa forystuna og það þurfti að framlengja. Sekúndubroti munaði að Vesturbæingar hefðu náð að sigra leikinn en sigurinn féll Stólamegin eftir magnaðan þrist frá Arnari þegar fimm sekúndur voru eftir. Lokatölur 82-83 fyrir Tindastól.
Meira

Breiðhyltingar reyndust sterkari gegn baráttuglöðum Stólastúlkum

Stólastúlkur spiluðu annan leik sinn í 1. deild kvenna í gær þegar sterkt lið ÍR mætti í Síkið. Lið Tindastóls gerði vel í fyrsta leikhluta en villuvandræði lykilleikmanns snemma leiks dró svolítið úr heimastúlkum og Breiðhyltingar gengu á lagið og tryggðu sér sigurinn með góðum leik í þriðja leikhluta. Lokatölur 52-75.
Meira

Góð byrjun Tindastóls og loksins sigur gegn Val

„Ég reikna með að við spilum vörn í vetur og sendum boltann á milli,“ svaraði Baldur Þór spurningu Stöð2Sport fyrir fyrsta leik Tindastóls í Subway-deildinni þennan veturinn. Með þessu svari hefur hann örugglega glatt alla stuðningsmenn Stólanna sem flestir voru ókátir með spilamennsku liðsins á síðasta tímabili. Andstæðingar Tindastóls í fyrsta leik voru Valsmenn og þó leikur Tindastóls hafi ekki verið fullkominn þá var spiluð hörkuvörn, boltinn var hreyfður vel og leikgleði og vilji leikmanna var smitandi. Niðurstaðan var góður 76-62 sigur og fín byrjun á mótinu.
Meira