Íþróttir

Sylvía skrifar undir hjá Stólastúlkum

Í gær bættist Sylvía Birgisdóttir í hóp Stólastúlkna en leikmannaglugginn lokar um næstu helgi og enn er unnið að því að styrkja hópinn fyrir átökin í Pepsi Max deildinni. Sylvía kemur til Tindastóls frá Stjörnunni á láni.
Meira

Er hægt að blása lofti í sprungna blöðru?

Síðasta umferðin í Dominos-deildinni var spiluð í kvöld og fengu Tindastólsmenn lið Stjörnunnar í heimsókn í galtómt Síkið. Sigur hefði tryggt heimamönnum spennandi einvígi við lið Þórs Þorlákshöfn í úrslitakeppninni en úrslit kvöldsins fóru á þann veg að lið Tindastóls endaði í áttunda sæti deildarinnar og spilar því við Keflavík í átta liða úrslitum. Það þýðir auðvitað að leikurinn gegn Stjörnunni tapaðist og þrátt fyrir að leikurinn hafi verið ágæt skemmtun og spennandi þá var þetta undarlega andlaust hjá heimamönnum. Lokatölur 96-102 eftir framlengingu.
Meira

Tap Stólastúlkna í Grafarvoginum

Lið Fjölnis b og Tindastóls mættust í 16. umferð 1. deildar kvenna í körfubolta í Grafarvoginum í gær. Stólastúlkur þurftu að sigra til að færa sig í huggulegra sæti fyrir úrslitakeppnina framundan en það fór svo að heimastúlkur reyndust sterkari og lið Tindastóls sem var í fjórða sæti fyrir skömmu endaði í áttunda sæti en með jöfn mörg stig og liðin þrjú fyrir ofan. Lokatölur voru 88-70.
Meira

„Við ætlum okkur að eiga gott sumar“

Í gær hófst keppni í 3. deild Íslandsmótsins í knattspyrnu en lið Tindastóls átti að mæta liði KFG í Garðabænum í dag en samkvæmt vef KSÍ hefur leiknum nú verið frestað og fer ekki fram í dag vegna Covid-ástands í Skagafirði. Feykir hafði í gær samband við Hauk Skúlason, þjálfara Tindastóls, og spurði út í leikmannamál en Stólunum hefur borist liðsauki í þremur nýjum leikmönnum og tveimur sem ekki hafa spilað langalengi með liði Tindastóls.
Meira

Skagfirska sveiflan ruddi brautina

Það vakti athygli á dögunum þegar það fréttist að íslensk hljómsveit hefði tekið sig til og ákveðið að styrkja Aftureldingu í Mosfellsbæ með því að setja nafnið sitt, Kaleo, framan á búninga klúbbsins. Einhverjir töldu að um tímamót væri að ræða. Skömmu síðar fréttist svo að Ed Sheeran hefði gert svipaðan díl við sitt heimafélag, Ipswich Town, en kannski fyrir fleiri krónur. Þetta þóttu auðvitað gömul tíðindi í Skagafirði.
Meira

Pape Mamadou Faye til liðs við Stólana

Fótbolti.net segir frá því að sóknarmaðurinn Pape Mamadou Faye sé genginn í raðir Tindastóls og muni leika með liðinu í 3. deildinni í sumar. Kappinn verður kominn með leikheimild á morgun og gæti tekið þátt í leik Stólanna gegn KFG á sunnudag.
Meira

„Í raun eins og menn séu bara að bíða eftir því að tímabilið klárist“

Tindastólsmenn spiluðu í Grindavík í kvöld og töpuðu tólfta leiknum sínum í Dominos-deildinni en nú er aðeins ein umferð eftir í Dominos-deildinni. Grindvíkingarnir voru sterkara liðið í leiknum og leiddu nánast allan tímann. „Þetta var áframhald frá síðasta leik gegn Keflavík þar sem við erum bara flatir og í raun eins og menn séu bara að bíða eftir því að tímabilið klárist,“ sagði Baldur Þór, þjálfari Tindastóls, í samtali við Vísi að leik loknum. Lokatölur voru 93-83 fyrir heimaliðið.
Meira

Raul og Quico með liði Tindastóls í sumar

Samkvæmt fréttum á Tindastóll.is hefur knattspynudeild Tindastóls,samið við tvo spænska leikmenn um að spila með karlaliðinu í sumar en strákarnir hefja senn leik í 3. deild. Um er að ræða framherjann Raul Sanjuan Jorda og Francisco Vañó Sanjuan sem er sókndjarfur miðjumaður.
Meira

„Áður en ég vissi af voru allar komnar í kringum mig öskrandi af gleði“

Það var Hugrún Pálsdóttir sem gerði fyrsta mark Tindastóls í efstu deild og ágætt fyrir þá sem hafa gaman að fótbolta pub-quizzi að muna þá staðreynd. Markið gerði hún eftir hornspyrnu á 36. mínútu og virtist ætla að duga til sigurs en Þróttur jafnaði í uppbótartíma og liðin skildu því jöfn. Hugrún hefur alla tíð spilað fyrir Tindastól, á að baki 117 leiki og hefur skorað 19 mörk. Feykir lagði nokkrar spurningar fyrir markaskorarann í morgun og byrjaði á að spyrja hvernig tilfinningin hafi verið að skora fyrsta mark Tindastóls í efstu deild.
Meira

Súrsætt jafntefli í fyrsta leik Tindastóls í efstu deild

Stólastúlkur tóku á móti liði Þróttar Reykjavík á Sauðárkróksvelli í kvöld í fyrstu umferð Pepsi Max deildarinnar í knattspyrnu. Sannarlega stór dagur í sögu fótboltans á Króknum, flaggað í bænum af því tilefni, og kannski viðeigandi að bjóða upp snarpa norðangolu á Króknum – enda er Pepsi Max best ískalt. Lið gestanna var meira með boltann í leiknum en lentu undir og allt leit út fyrir að aðdáunarverður varnarleikur Tindastóls dygði til sigurs en gestirnir jöfnuðu í uppbótartíma. Jafntefli því sanngjörn úrslit.
Meira