Vanda sjálfkjörin formaður KSÍ fram í febrúar
Vanda Sigurgeirsdóttir var sú eina sem bauð sig fram til formanns KSÍ en kosningar fara fram á aukaþingi þann 2. október nk. Hún er því sjálfkjörin til embættisins líkt og stjórn og varastjórn sem einnig eru sjálfkjörin þar sem jafn margir buðu fram krafta sína og þurfti að manna. Formaður og stjórn sitja því til bráðabirgða og starfa fram að næsta knattspyrnuþingi sem haldið verður í febrúar árið 2022.
Framboðsfrestur til stjórnarsetu rann út á miðnætti 25. september en á heimasíðu KSÍ kemur fram hverjir buðu sig fram í embættin. Eins og áður segir var Vanda ein í framboði til formanns en eftirtalin buðu sig fram í stjórn KSÍ til bráðabirgða:
Ásgrímur Helgi Einarsson (Reykjavík)
Borghildur Sigurðardóttir (Kópavogi)
Guðlaug Helga Sigurðardóttir (Suðurnesjabæ)
Helga Helgadóttir (Hafnarfirði)
Ingi Sigurðsson (Vestmannaeyjum)
Sigfús Kárason (Reykjavík)
Unnar Stefán Sigurðsson (Reykjanesbæ)
Valgeir Sigurðsson (Garðabæ)
Og þau sem buðu sig fram í varastjórn KSÍ til bráðabirgða eru:
Kolbeinn Kristinsson (Reykjavík)
Margrét Ákadóttir (Akranesi)
Þóroddur Hjaltalín (Akureyri)
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.