Karlaliði Tindastóls spáð 3. og 5. sæti í Subway-deildinni
Á þriðjudaginn var haldinn kynningarfundur fyrir komandi leiktíð í úrvalsdeildum karla og kvenna í körfubolta þar sem spár þjálfara, fyrirliða og formanna liða í úrvals- og 1. deildum karla og kvenna voru m.a. kynntar, ásamt spá fjölmiðla fyrir úrvalsdeildir karla og kvenna. Karlaliði Tindastóls er spáð 3. sæti af þjálfurum, fyrirliðum og formönnum en 5. sæti af fjölmiðlum en kvennaliðið því áttunda. Í upphafi fundar var skrifað undir samning við nýjan samstarfsaðila úrvalsdeilda og heitir nú Subway-deildin og tekur við af Dominos.
Liði Tindastóls er spáð 5. sæti af þjálfurum
fyrirliðum og formönnum liða Subway deildarinnar í vetur.
Spárnar fyrir Subway-deildina eru nokkuð samhljóða en samkvæmt þeim munu lið Njarðvíkur og Keflavíkur berjast um toppsætið hjá strákunum en Haukar og Valur hjá stelpunum.
Það er nokkuð ljóst að fáir hafa trú á því að nýliðarnir Vestri og Breiðablik muni ná að halda sér uppi karla megin og Grindavík og Skallagrími er einnig spáð falli kvennamegin en spárnar eru samhljóða þar.
Fjölmiðlaspáin er mun jákvæðari á gengi Stóladrengja en spá félaganna þar sem þeim er úthlutað 3. sætið en 5. sæti í þeirri síðarnefndu.
ÍR er spáð efsta sæti hjá stúkunum í 1. deildinni þá KR og Stjörnunni í næstu sæti þar á eftir en Stólastúlkum er spáð 8. sæti af ellefu liðum deildarinnar. Haukar, Höttur og Sindri hljóta þrjú efstu sætin ef spár félaganna ganga eftir en fjölmiðlar spáðu ekki fyrir 1. deildina.
Hér fyrir neðan má nálgast spárnar:
Subway deild karla – spá félaganna
Subway deild karla – fjölmiðlaspá
Subway deild kvenna – spá félaganna
Subway deild kvenna – fjölmiðlaspá
1. deild kvenna – spá félaganna
1. deild karla – spá félaganna
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.