Íþróttir

ÍR liðið reyndist of sterkt fyrir Stólastúlkur

Tindastóll og ÍR mættust öðru sinni í úrslitakeppni 1. deildar kvenna í Síkinu í dag. Breiðhyltiingar unnu fyrsta leik liðanna í liðinni viku nokkuð örugglega þó lið Tindastóls hafi bitið frá sér. Vinna þarf tvo leiki til að komast áfram í fjögurra liða úrslit og það gerðu ÍR-ingar í dag. Lokatölur 39-68 og Stólastúlkur því loks komnar í sumarfrí eftir strembinn kófvetur.
Meira

„Við undirstrikum líka mikilvægi allra okkar leikmanna“

„Stelpurnar voru frábærar í leiknum. Liðsheildin var gjörsamlega mögnuð, ekki bara á leikdegi heldur alla vikuna,“ sagði annar þjálfara Tindastóls, Óskar Smári Haraldsson frá Brautarholti, í spjalli við Feyki eftir sigurleik Stólastúlkna gegn ÍBV í gær. „Það mættu 20 leikmenn á allar æfingar, mikil samkeppni í okkar hópi að vera í liðinu og teljum við það vera mikilvægan þátt í því að ná í góð úrslit.“
Meira

Slátrun aflýst?

Tindastólsmenn hófu leik í úrslitakeppni Dominos-deildarinnar í gærkvöldi en þá brunuðu þeir í Sláturhúsið í Keflavík og mættu hinu ógnarsterka liði heimamanna. Eitthvað hökt var á sláturlínunni, gestaskrokkarnir gáfu sig ekki jafn auðveldlega og vanalega og slátrun dróst á langinn – meira að segja sjónvarpsútsendingin hikstaði og þá er nú fokið í flest skjól. Já, Stólarnir komu semsagt baráttuglaðir til leiks og heimamenn mörðu sigur rétt áður en vaktinni lauk. Lokatölur 79-71.
Meira

Húnvetningar lágu fyrir Léttum á Hertz-vellinm

Lið Kormáks Hvatar spilaði í gær sinn fyrsta leik í 4. deildinni í sumar en þá heimsóttu Húnvetningar lið Léttra í Breiðholtinu. Léttir er b-lið ÍR en þeir voru léttir á því í gær og lögðu gestina í leik sem endaði 3-2. Ekki byrjunin sem Ingvi Rafn þjálfari KH hafði óskað sér en það er nóg eftir af mótinu og tími til að hala inn stig.
Meira

Tilfinningin er alveg hreint mögnuð!

Feykir náði í skottið á fyrirliða Stólastúlkna, Bryndísi Rut Haraldsdóttir frá Brautarholti, eftir sigurinn á Eyjastúlkum í dag. Bryndís átti frábæran leik í vörn Tindastóls, stjórnaði vörninni eins og herforingi og steig vart feilspor frekar en fyrri daginn. Bryndís var spurð hvort það væri gaman að vinna leik í Pepsi Max deildinni.
Meira

Fyrsti sigur Stólastúlkna í Pepsi Max og hann var sanngjarn

Hversu gaman ætli það sé að vinna leik í Pepsi Max deildinni? Það er örugglega eitthvað sem Stólastúlkur hafa verið búnar að láta sig dreyma um lengi og í dag – í öðrum leik Tindastóls í Pepsi Max – rættist draumurinn. Það voru Blikabanarnir í liði ÍBV sem mættu á Krókinn og efalaust voru Eyjastúlkur fullar af sjálfstrausti eftir sigurinn á Íslandsmeisturum Breiðabliks í síðustu umferð. En þær komust lítt áleiðis í dag gegn heilsteyptu og einbeittu Tindastólsliði sem ætlaði sér stigin þrjú frá fyrstu mínútu. Lokatölur 2-1 fyrir Tindastól og sigurinn var sanngjarn.
Meira

Badmintonkrakkar Tindastóls kræktu í marga sigra um síðustu helgi

Um síðustu helgi tóku fjórir keppendur badmintondeildar Tindastóls þátt í mótum á vegum Badmintonfélags Hafnafjarðar. Í færslu Freyju Rutar Emilsdóttur á Facebooks-síðu deildarinnar segir að á laugardeginum hafi Emma Katrín tekið þátt í Bikarmótinu en þau Ingi Þór, Sigmar Þorri og Júlía Marín í Snillingamótinu daginn eftir.
Meira

Austfirðingarnir voru snarpari gegn Stólunum

Tindastóll og Höttur/Huginn mættust á Sauðárkróksvelli í 3. deildinni í knattspyrnu í dag í ágætu veðri. Þetta var fyrsti leikur Tindastóls í deildinni en gestirnir höfðu áður borið sigurorð af liði Sindra. Leikurinn var ágætlega spilaður á köflum, tvívegis náðu heimamenn forystunni en það var gestirnir sem voru snarpari og sköpuðu sér betri færi og fór svo að þeir renndu austur með stigin þrjú með sér. Lokatölur 2-3.
Meira

ÍR liðið var sterkara í fyrsta leik úrslitakeppninnar

Kvennalið Tindastóls hóf leik í úrslitakeppni 1. deildar kvenna í körfubolta í dag og var leikið í TM Hellinum gegn heimastúlkum í ÍR. Breiðhyltingar enduðu í öðru sæti deildarkeppninnar en lið Tindastóls í áttnda. Heimastúlkur voru sterkari í fyrri hálfleik og leiddu með 18 stigum í hálfleik en Stólastúlkur bitu betur frá sér í síðari hálfleik og náðu að klóra örlítið í bakkann. Lokatölur 80-66.
Meira

Almannavarnir gáfu grænt ljós á leikinn

Talsverðar umræður sköpuðust á samfélagsmiðlum í kjölfar körfuboltaleiksins sem fram fór í Síkinu síðastliðið mánuudagskvöld. Voru margir hneykslaðir, sárir og svekktir og sumir jafnvel reiðir yfir því að leikurinn hafi farið fram þrátt fyrir að samfélagið í Skagafirði væri hálf lamað og í lás sökum Covid-19 hópsmits. Fólki fannst þetta óábyrgt og beindist ergelsið að KKÍ og jafnvel Tindastól. Samkvæmt upplýsingum Feykis var ákvörðun um að leikurinn færi fram tekin í samráði við Almannavarnir daginn fyrir leik og var allra mögulegra varúðarráðstafana gætt.
Meira